fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Lögregla geti ekki tjáð sig um meint ofbeldi við handtöku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 09:53

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu í tilefni af umfjöllun Fréttablaðsins í dag um meint ofbeldi við handtöku manns við Hvaleyrarholt á mánudag.

Þar er haft eftir sjónarvottum að fjórir lögreglumenn hafi gengið hart fram við handtöku á manni sem grunaður var um vörslu fíkniefna og sagðist vera með COVID-19. Hafi þeir beitt piparúða og kylfum. Hafi maðurinn legið meðvitundarlaus í blóði sínu eftir átök við lögreglumennina.

Í tilkynningunni segir að lögreglan geti ekki tjáð sig um málið þar sem það sér til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Tilkynningin er svohljóðandi:

„Vegna umfjöllunar Fréttablaðsins í dag um handtöku manns í Hafnarfirði sl. mánudag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að málinu hefur þegar verið vísað til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu getur því ekki tjáð sig frekar um málið á meðan svo er.

Á meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“