fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Matvælastofnun hefur skimanir í minkabúum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 15:53

Minkar í dönsku minkabúi. Mynd: EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónaveiru á minkabúum á Íslandi vegna smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. Ekki er grunur um kórónaveirusmit á minkabúum hérlendis. Litlar líkur eru taldar á smiti hjá villtum minnkun þar sem umgengni milli þeirra og manna er í lágmarki. Tilkynning um málið frá Matvælastofnun er eftirfarandi:

„Í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði kórónaveiru úr minkum í fólk í Danmörku ætlar Matvælastofnun að hefja skimun fyrir kórónaveiru á minkabúum landsins. Ekki er grunur um að kórónaveirusmit hafi komið upp á minkabúum hérlendis.

Þegar fregnir bárust af kórónaveirusmiti úr fólki í minka í sumar sendi Matvælastofnun tilmæli til íslenskra minkabænda um hertar sóttvarnir á búunum og að einstaklingar með sjúkdómseinkenni haldi sig fjarri þeim. Tilkynna skal grun um veikindi í minkum til Matvælastofnunar. Reglulega hefur verið minnt á þessi tilmæli en engar tilkynningar hafa borist.

Ef smit greinist á búunum verða frekari aðgerðir skoðaðar í samráði við heilbrigðisyfirvöld.

Í gær greindu Danir frá niðurskurði á öllum minkum á minkabúum í Danmörku vegna kórónaveirusmita sem bárust úr minkum í fólk. Um stökkbreytt afbrigði veirunnar er að ræða sem talið er að hafi borist upprunalega úr fólki í minka. Hætta er á að þau bóluefni sem eru í þróun gegn kórónaveirunni virki ekki á stökkbreytt afbrigði veirunnar.

Litlar líkur eru á smiti yfir í villta minkastofninn þar sem umgengni við menn er í lágmarki.

Á Íslandi eru starfrækt 9 minkabú á Norðlandi vestra og Suðurlandi með alls 15.000 eldislæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Í gær

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“