Á ellefta tímanum í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt um líkamsárás í húsi í austurborginni. Tilkynningin var mjög óljós og þar sem vitað var að allir íbúar í húsinu væru í sóttkví þurftu lögreglumenn að fara í viðeigandi hlífðarbúnað áður en þeir gátu farið á vettvang. Enginn reyndist alvarlega slasaður en málið er í rannsókn.
Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.
Á sjöunda tímanum í gær var óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa farþega úr strætisvagni því farþeginn neitaði að nota andlitsgrímu.