fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Hertar aðgerðir kynntar – 10 manna fjöldatakmörkun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. október 2020 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 faraldursins voru kynntar á blaðamannafundi í Hörpu upp úr kl. 13 í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti aðgerðirnar og vegur þyngst að fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns niður í 10.

Aðgerðirnar taka gildi núna strax á miðnætti.

Íþróttastarf mun liggja niðri þennan tíma.

Tveggja metra reglan verður áfram í gildi.

Börn fædd 2015 og síðar verða undanþegin aðgerðum.

Aðgerðirnar gilda í 2-3 vikur og boðaði Svandís að líkur væru á því að eftir þann tíma yrði hægt að slaka á takmörkunum.

Ráðamenn sem tóku til máls á fundinum voru einróma um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið hingað til dygðu ekki til við að kveða niður faraldurinn.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að ná tökum á faraldrinum eins fljótt og hægt er. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra benti á að það væri mikilvægt fyrir efnahagslífið og þjóðlífið í heild að ná tökum á ástandinu.

Helstu takmarkanir

Helstu takmarkanir hafa nú verið birtar á vef Stjórnarráðs. Skólar verða áfram opnir. 10 manna fjöldamakmörkun verður meginregla en undantekningar eru 30 manns við útfarir og 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum.

Íþróttir verða bannaðar. Sundlaugar og leikhús verða lokuð. Skemmtistaðir og krár verða lokaðar. Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega hafa opið til kl. 21 á kvöldin.

Grímuskylda gildir þar sem 2 metra reglu verður ekki viðkomið.

Börn fædd 2015 eru undanþegin 2 metra reglu.

Nýju takmarkanirnar taka gildi á miðnætti og standa til 17. nóvember.

Vikið frá minnisblaði í einu atriði

Aðspurð sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hún hefði vikið frá minnisblaði sóttvarnalæknis í einu atriði, en hann lagði til 20 manna hámarksfjölda í útförum, Svandís ákvað að hámarkið yrði 30 manns.

Aðspurð sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að einhugur væri í ríkisstjórninni um aðgerðirnar. Katrín sagðist ekki hafa trú á útgöngubanni og að sóttvarnalæknir hefði ekki lagt það til. Katrín sagðist hafa fulla trú á því að fólk myndi taka tilmælunum mjög alvarlega og þjóðin myndi standa saman. Hún er bjartsýn á árangur aðgerðanna.

Grunnskólar og leikskólar verða opnir áfram en aukin hólfaskipting verður í þeim.

Þórólfur sáttur

Aðspurður sagðist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vera sáttur við nýju aðgerðirnar og þær væru nánast samhljóða minnisblaði hans. Hann sagðist að við værum ekki komin í veldisvöxt í fjölgun smita en við værum ekki að sjá þá fækkun sem vænst hefði verið.

Þórólfur sagði að staðan væri slæm í heilbrigðiskerfinu og þess vegna væri nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða.

Þórólfur sagðist vera bjartsýnn að tækist að ná faraldrinum niður á tveimur til þremur vikum, að því tilskildu að fólk færi eftir tilmælunum. Hann sagði að fjöldatakmarkanir giltu ekki innan fjölskyldna en hann varaði fólk við fjölskylduboðum og sagði að fjölskyldur ættu jafnvel að reyna að fara undir 10 manna takmörkunina þar sem því væri við komið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér