fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Fréttir

Þriðja bylgjan heldur áfram – 42 ný tilfelli og aðeins helmingur í sóttkví

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 29. október 2020 11:00

mynd/Landspítalinn samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

42 greindust innanlands með virk Covid smit í gær. Aðeins um helmingur greindra voru í sóttkví við greiningu, eða 52%. 28 greindust í sýnatöku vegna einkenna og 9 í sóttkvíar- og handahófsskimun. 86 greindust innanlands í fyrradag sem var mesti fjöldi síðan 13. október. Smitin í gær voru því talsvert færri en daginn þar áður sem hljóta að teljast góðar fréttir. 2.040 sýni voru tekin.

Nýgengi smita hefur lækkað umtalsvert undanfarna vikuna og er nú 211.

62 eru nú á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu.

Í morgun sagði DV frá því að þrettánda dauðsfallið vegna Covid hefði átt sér stað. Í gær lést sá tólfti, og hafa því tveir látist á tveim dögum. Dauðsfallið sem tilkynnt var um í gær var maður á níræðisaldri og tengdist hann hópsmitinu á Landakoti.

Samtals hafa nú 4.719 smitast af Covid á Íslandi og eru nú 1.005 í sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið