fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Róbert Trausti er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. október 2020 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, lést á líknardeild Landspítalans þann 23. október síðastliðinn, 69 ára að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Róbert Trausti fæddist í Reykjavík þann 24. apríl 1951, sonur Önnu Áslaugar Guðmundsdóttur og Árna Guðmundssonar.

Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. árið 1973 og BA-prófi frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1979. Hann lauk MA-prófi í stjórnmálafræði frá Queen´s University í Kingston, Kanada, árið 1981.

Róbert Trausti starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel í Belgíu á árunum 1981 til 1986. Hann hóf síðan störf í utanríkisráðuneytinu og var skipaður sendiherra árið 1990. Árið 1996 var Róbert Trausti skipaður sendiherra Íslands í Danmörku og gegndi því starfi til ársins 1999 þegar hann tók við embætti forsetaritara. Róbert Trausti lét af því starfi í mars árið 2000 þegar hann varð forstjóri Keflavíkurverktaka.

Róbert Trausti var sæmdur stórkrossi Dannebrogsorðunnar árið 1996.

Eftirlifandi eiginkona Róberts Trausta er Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur.

Útför Róberts Trausta verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 9. nóvember kl. 13. Aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir en streymt verður frá athöfninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“