fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þórólfur óttast frekara smit

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 25. október 2020 15:51

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Mynd: Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem ég hef áhyggjur af á þessari stundu er að samfélagslegt smit gæti gæti aukist út frá þeim einstaklingum sem hafa verið að greinast. Það verður verkefni næstu daga að fylgjast vel með því og það er hlutverk rakningar teymisins að reyna að koma í veg fyrir það, með aðstoð okkar allra.“

Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi Almannavarna sem núna fer fram.

Hann lagði mjög mikla áherslu á að fólk væri ekki að mæta til vinnu, eða fara úr húsi væri það veikt, eða væri að finna fyrir einkennum. Þessu beindi hann þá sérstaklega til fólks sem vinnur með viðkvæmum hópum.

„Þannig að punkturinn sem mig langaði að benda á eru þessi skilaboð sem við erum alltaf að senda út og sérstaklega þau skilaboð að veikt fólk haldi sig heima sérstaklega veikir einstaklingar starfsmenn sum eru að vinna með viðkvæma hópa haldi sig heima,“

Hann biðlar til vinnuveitenda og yfirmanna að koma umræddum skilaboðum til skila, og það helst á hverjum degi.

„Ég vil líka skora á vinnuveitendur og yfirmenn á hverjum einasta vinnustað að sjá til þess að hreinlega á hverjum degi að þessi skilaboð komist til skila til allra, þar sem hreinlega verði gert áskorun til allra um að halda sig heima ef veikindi koma fram. Svo vil ég líka líka brýna áfram okkur öll til dáða í þessum aðgerðum sem við höfum verið að grípa til þannig að við getum stoppað svona hópsmit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“