fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Hrólfur og Viðar ákærðir fyrir rúmlega 70 milljóna króna skattsvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. október 2020 13:00

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Hrólfur A. Sumarliðason og Viðar Sæbergsson, menn á sextugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfelld skattsvik og verður mál þeirra tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á næstunni.

Hrólfi og Viðari er gefið að sök að hafa staðið röng skil á skattframtölum fyrir fyrirtækið Eldshöfði 23 ehf. vegna rekstraráranna 2011 og 2012. Hafi þeir offramtalið rekstrargjöld félagsins. Meintur vangreiddur tekjuskattur fyrir þessi ár er tæplega sjö og hálf milljón króna.

Fyrirtækið sinnti dreifingu, aðallega fyrir Morgunblaðið, og einnig fyrirrennari þess, Farmur efh. sem var í eigu sömu manna.

Meint virðisaukaskattsvik eru víðtækari. Er þeim gefið að sök að hafa staðið efnislega skil á röngum virðisaukaskattskýrslum og leiðréttingarskýrslum virðisaukaskatts fyrir Eldshöfða 23 árin 2010 til og með 2013. Segir héraðssaksóknari að vangoldinn virðisaukaskattur fyrir þessi ár sé samtals tæplega 66 milljónir króna.

Hrólfur er jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa aflað sér ávinnings að fjárhæð rúmlega 38 milljónir með skattalagabrotum. Hafi hann tekið 85 milljónir út úr rekstri Eldshöfða og ráðstafað fjármununum í eigin þágu og til eiginkonu sinnar.

Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu