fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Fréttir

Valgeir fær engar bætur fyrir hótelbruna – Sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um íkveikju

Heimir Hannesson
Föstudaginn 16. október 2020 19:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að P1 ehf. fengi engar bætur úr hendi TM ehf. vegna eldsvoða í Hótel Ljósalandi að Skriðulandi í Dalabyggð.

Í ársbyrjun 2016 sagði DV frá því að lögregla hafi verið kvödd að hótelinu vegna manns sem gekk berserksgang klukkan fimm að nóttu til. Síðar barst tilkynning um mikinn eld í húsinu. Slökkviliðin í Dalabyggð, Strandabyggð og Reykhólahreppi voru kölluð út undir eins og var einn maður handtekinn á staðnum grunaður um íkveikju. Engir gestir voru á hótelinu og enginn slasaðist. Þá er ekki að sjá að neinn hafi verið í lífshættu vegna brunans.

mynd/skjáskot RUV fréttir

Maðurinn sem handtekinn var er eigandi hótelsins, Valgeir Þór Ólason. Segir í dómi Landsréttar að Valgeir hafi verið heima þegar eldsins varð vart. „Þar var einnig eiginkona hans og nokkrir gestkomandi aðilar, sem höfðu verið með þeim hjónum á þorrablóti fyrr um kvöldið, […]. Ölvun var nokkuð mikil og sýnir rannsókn á áfengismagni í blóði stefnanda að hann hafi verið mjög ölvaður um nóttina,“ að því er segir í dómnum.

Þar segir jafnframt:

Í fyrstu tilkynningu til lögreglu í Borgarnesi kl. 4:48 kom fram að alvarlegt ástand væri að skapast á Skriðulandi þar sem Valgeir hefði gengið berserksgang og haft í hótunum við fólk. Stuttu síðar barst tilkynning um að hann hefði lokað sig af inni í húsi ásamt […] og hann væri með hníf eða skæri á sér. Tilkynnandi taldi […] stafa ógn af honum. Var þá lögreglan á Hólmavík kölluð á vettvang og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Skömmu síðar barst þriðja tilkynningin þar sem tilkynnt var um eld í gistihúsinu, að Valgeir væri horfinn og að hann væri hugsanlega inni í eldinum. Voru þá slökkvilið og sjúkrabifreið einnig kölluð út.

Er lögregla mætti á staðinn var mikil ringulreið á staðnum. Allir fullorðnir voru ölvaðir, hræddir og æstir. Mikill eldur var í húsinu og reykur í vörugeymslunni. Segir í dómnum að Valgeir hafi þá hvergi verið sjáanlegur. Stuttu síðar hafi hann fundist í rúmi í norðurenda gistihússins, íklæddur kuldagalla og gönguskó. Valgeir var handtekinn vegna gruns um íkveikju og síðar sama dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í þrjá daga.

„Sturlaður í hausnum“ þetta kvöld

Ljóst er að mikið gekk á hjá fólkinu þetta kvöld. Eiginkona Valgeirs lýsti honum sem ólíkum sjálfum sér, ofurölvi og „sturluðum í hausnum.“ Þá gaf dyravörður á þorrablóti sem fólkið hafði verið á fyrr þetta örlagaríka kvöld þann vitnisburð að hann hafi komið að Valgeiri inni á salerni þorrablótsins. Var þar mikil reykjarlykt af Valgeiri og taldi hann að Valgeir hafi verið að reyna að kveikja í klósettpappír inni á salerninu. Þá var enn fremur rifjað upp atvik í yfirheyrslu yfir Valgeir er hann var handtekinn grunaður um að hafa reynt að kveikja í pósti í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Valgeir kvaðst ekki muna eftir atburðum.

Þann 27. júlí 2016 var rannsókn málsins látin niður falla, og Valgeiri tilkynnt um það.

TM neitaði að borga

8. maí krafðist Valgeir svo bóta úr hendi TM, þar sem hótel Valgeirs var brunatryggt. Lögmaður TM sagði í greinargerð sem lögð var fyrir dóm að „hafið væri yfir allan vafa“ að eigandi vátryggðu eignanna sem brunnu hefði sjálfur kveikt eldinn. Segir svo í dómnum um málsvörn TM:

Vísar stefndi í þessu efni til atvika máls og aðdraganda eins og þeim er lýst í lögregluskýrslum, rannsóknargögnum og skýrslu dómkvadds matsmanns. Í aðalskjalaskrá lögreglu sé sakarefnið skráð sem íkveikja. Í lögregluskýrslu komi fram að eldsupptök hafi verið á tveimur stöðum, annars vegar í hillu undir borði við timburmillivegg í norðausturenda vörugeymslunnar og hins vegar innan við aðrar útidyr að sunnan að forrými gistihússins. Engin efni hafi fundist sem hafi eiginleika sjálfsíkveikju, engin ummerki um logandi kerti eða annan opin eld og ekki sé grunur um íkveikju af völdum rafmagns. Niðurstaða rannsóknar lögreglu hafi verið sú að líklegt megi telja að eldur hafi verið borinn að eigninni af ásetningi.

Dómurinn virðist hafa tekið undir þetta sjónarmið TM að mestu leyti. Vísar dómurinn þar til dæmis í lögregluskýrslur sem segja svo gott sem útilokað að eldurinn hafi borið að með þeim hætti sem Valgeir lýsir, en hann virðist hafa kviknað á tveim aðskildum stöðum nánast samtímis. Þá segir jafnframt að Valgeir sjálfur hafi ekki kært íkveikjuna, jafnvel þó niðurstaða lögreglu hafi verið að um íkveikja væri að ræða, og að Valgeir sjálfur hafi ekki gert athugasemdir við það að rannsókn íkveikjunnar hafi verið látin niður falla.

Að teknu tilliti til þess sem fram hefur komið mat Landsréttur „ekki óvarlegt,“ að álykta að eldsupptök væru að rekja til háttsemi Valgeirs. Var TM því sýknað af kröfu P1 ehf., eigandi hvers er Valgeir, í héraðsdómi og staðfesti, sem fyrr segir, Landsréttur í dag þann dóm að öllu leyti nema að málskostnaður var látinn niður falla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Axel Freyr í Víking
Fréttir
Í gær

Ferðaskrifstofur sameinast

Ferðaskrifstofur sameinast
Fréttir
Í gær

Þórólfur segir jólin verða „eitthvað öðruvísi“ en hvetur landann áfram – „Reynum að halda þetta út“

Þórólfur segir jólin verða „eitthvað öðruvísi“ en hvetur landann áfram – „Reynum að halda þetta út“
Fréttir
Í gær

Embætti forsetaritara laust til umsóknar – Sjáðu kröfurnar sem gerðar eru

Embætti forsetaritara laust til umsóknar – Sjáðu kröfurnar sem gerðar eru
Fréttir
Í gær

Sjómannasambandið hefur miklar áhyggjur af stöðunni – „Þetta er ekki boðlegt“

Sjómannasambandið hefur miklar áhyggjur af stöðunni – „Þetta er ekki boðlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gjaldþrot Guðna bakara – Aðeins milljón fékkst upp í 80 milljóna kröfur

Gjaldþrot Guðna bakara – Aðeins milljón fékkst upp í 80 milljóna kröfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga hafa klúðrað tækifærinu til að hafa hemil á faraldinum í sumar

Segir Íslendinga hafa klúðrað tækifærinu til að hafa hemil á faraldinum í sumar