fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Vigdís sakar Þjóðleikhúsið um lögbrot – „Algjört reginhneyksli“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. október 2020 13:25

Samsett mynd DV. Mynd af Þjóðleikhúsin: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir breytingar á innra skipulagi Þjóðleikhússins vera lögbrot, stríða gegn upprunalegu útliti hússins og brjóta gegn höfundarrétti arkitektsins Guðjóns Samúelssonar, sem hannaði húsið.  Ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir framkvæmdunum fyrr en þær voru afstaðnar. Vigdís segir að skylda ætti Þjóðleikhúsið til að rífa allt niður sem byggt var upp í þessum breytingum.

Vigdís bendir á að stjórnendur Þjóðleikhússins eigi húsið ekki heldur þjóðin en hún hefur gert eftirfarandi bókun um málið í Skipulags- og samgönguráði:

„Það er algjört reginhneyksli að búið er að gera breytingar á 1. hæð Þjóleikhússins í óleyfisframkvæmd. Húsið er friðað frá árinu 2004. Þetta kallast nútíma hroki fyrir sögu og gildi hússins.

Að sækja um leyfi fyrir framkvæmd á breytingum á innra skipulag Þjóðleikhússins sem þegar er yfirstaðin er lögbrot.
Þann 6. október hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík fund til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags og samgönguráðs og lögbrotin voru samþykkt.
Í fundargögnum frá byggingafulltrúa kemur fram: „…að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.“
Nú er því borið við að ekki er hægt að bregðast við að hálfu borgarinnar því breytingarnar eru yfirstaðnar. Þegar einstaklingar fara í óleyfisframkvæmd er þeim gert að rífa allt niður.

Í öðru erindi er sótt um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð Þjóðleikhússins, m.a. koma fyrir handriðum í inngangströppum úti og inni, innrétta fatahengi í fyrrum miðasölu og innrétta bari og setsvæði í hliðarsölum Þjóðleikhússins.
Ekkert er gert með að vernda upprunalegt útlit hússins og gæta að höfundarrétti Guðjóns Samúelssonar. Núverandi stjórnendur Þjóðleikhússins eiga ekki húsið – heldur þjóðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK