fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Tvær konur gleyptu tæplega hálft kíló af kókaíni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. október 2020 13:30

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur vísaði í gær frá kröfu konu sem Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað í farbann til 2. nóvember. Krafðist konan ógildingar úrskurðarins. Landsréttur vísaði málinu frá á þeim forsendum að kæran hefði borist of seint.

Héraðsdómur kvað upp sinn úrskurð um farbann þann 5. október. Konunni er gefið að sök að hafa smyglað til landsins rúmlega 400 grömmum af kókaíni í félagi við aðra konu. Konurnar voru með efnin innvortis. Vanaleg aðferð við það er að gleypa efnin í smokkum, taka inn laxerandi efni síðar og skila efnunum út með hægðum.

Konurnar komu til landsins frá Brussel. Játuðu þær báðir brot sín skýlaust. Í úrskurði Héraðsdóms kom fram að ákæruvaldið hefði rökstuddan grun um að konan sem kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn myndi reyna að strjúka úr landi, leynast og koma sér undan réttarhöldum.

Við rannsókn á símum kvennanna komu í ljós tengsl við íslensk símanúmer. Var um að ræða aðila sem þær sögðust hafa hitt í Belgíu. Lögreglan hefur rökstuddan grun um að þetta fólk tengist innflutningnum á  fíkniefnunum.

Allt á það eftir að skýrast betur síðar en rannsókn lögreglu er sögð á lokastigi. Ljóst er að konurnar verða í farbanni til 2. nóvember hið minnsta.

Sjá úrskurð Landsréttar og héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks