fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fréttir

Þröstur vandar Sólveigu ekki kveðjurnar: „Ég fékk yfir mig galldembu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk yfir mig galldembu frá formanni Eflingar, sem í samræmi við islenska umæðuhefð hjólaði í mig persónulega. Áburður um kvenfyrirlitningu, forréttindi og sælkeralíf særa mig ekki lengi,“ segir Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Alþýðuflokksins.

Þröstur svarar þar Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, sem skaut fast á Þröst í pistli sem hún birti á Facebook um helgina vegna gagnrýni hans á Eflingu.

„Er þetta strategía nýja Sósíalistaflokksins?“

Þröstur var áður aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar í utanríkisráðherratíð hans og sem fyrr segir um tíma framkvæmdastjóri þingflokks Alþýðuflokksins.

Á föstudag hjólaði Þröstur í Eflingu og skrifaði: „Þegar stórtíðindi eru í aðsigi þá er betra að hlusta vel. Þegar Starfsgreinasambandi skrifaði nýverið undir nýja kjarasamninga við Samninganefnd sveitarfélaganna skar sig eitt aðildarfélag Strafsgreinasambandsins, Efling, út úr samflotinu. Neitaði að semja við borgina á sömu nótum og önnur verkalýðsfélög höfðu samið. Þó skilst mér að Starfsgreinasamb. hafi gert samning á svipuðum nótum og Efling hafði gert áður við SA.“

Þröstur sagði enn fremur að þessi stefna myndi leiða til gengisfellingar.

„Síðan birtist i fjölmiðlum upplýsingar um kröfugerð Eflingar á hendur borginni. Þar voru allar tölur og hlutföll margfalt hærri en þeir samningar voru, sem Starfsgreinasambandið og samninganefnd sveitarfélaganna höfðu samið um. Samhliða þessari kröfugerð var vitnað í greinargerð sem fylgdi, sem var bólgin af fúkyrðum og gömlum slagorðum frá upphafsárum evrópskrar verkalýðshreyfingar í árdaga síðustu aldar. Er þetta strategía nýja Sósíalistaflokksins? Brjóta upp lífskjarasamninginn með því að einangra baráttuna við einn viðsemjanda (borgina) sem er stór, en er jafnframt með fjölda félagsmanna Eflingar í mjög viðkvæmum umönnunarstörfum (leikskólunum). Nota á ungabörn sem eins konar gísla til að brjóta upp kjarasamninga á landsvísu og fá yfir okkur eina sæta gengisfellingu. Krónan mun ekki aðstoða Sósíalistaflokkinn í þessum skollaleik. Það hlaut að koma að því að stóru slagorðin frá 2018 yrðu virkjuð að lokum,“ sagði Þröstur.

„Helvítis kellingar alltaf til vandræða“

Sólveig brást ókvæða við þessum orðum og benti á að Þröstur hefði starfað innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann var framkvæmdastjóri Dagsbrúnar.

Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.

„Nú höfum við, samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg, gerst sek um mikinn glæp og af honum munu svo leiða margir aðrir stórglæpir. Enda ætlum við að nota ungbörn sem gísla til að brjóta upp kjarasamninga á landsvísu. Blóðþyrstari tæfur en okkur í Eflingu eru víst vandfundnar; við, fólkið sem hefur helgað sig umönnunarstörfunum, við, fólkið sem gætir barna samfélagsins og menntar, við, fólkið sem annast og aðstoðar gamalt fólk; á endanum erum það við, láglaunafólkið, vinnufólkið, mestmegnis konur, sem að skemmum allt. En ekki hvað, þessar helvítis kellingar alltaf til vandræða,“ sagði Sólveig. Hún bætti við að tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar hafi einfaldlega verið lélegt, verra en lífskjarasamningurinn svokallaði.  Þá sagði hún skrif Þrastar einkennast af kvenfyrirlitningu.

„Ég veit að það er algjörlega tilgangslaust að velta fyrir sér þankaganginum á bak við þá ótrúlegu andúð á baráttu okkar sem skín í gegnum skrifin en ég stenst ekki mátið. Kvenfyrirlitningin og stéttahrokinn eru svo ótrúleg og stórkostleg,“ sagði Sólveig sem vandaði ekki heldur Árna Páli Árnasyni, fyrrverandi ráðherra, kveðjurnar fyrir að læka færslu Þrastar.

Finni lausn án þess að allt fari í bál og brand

Þröstur segir í nýjum pistli að augljóst sé að síðasta færsla hans hafi valdið miklu fjaðrafoki en Sólveig þó ekki haft fyrir því að leiðrétta meintar missagnir eða rangtúlkanir hans.

„Er ekki viðkvæmur fyrir því að leiðrétta sjálfan mig, sé ég að fara með fleipur. Kjarakröfur Eflingar eiga ekki að vera getgátur. Eftir að þær hafa verið samþykktar af félagsfundi og sendar viðsemjanda hljóta þær í anda opins samfélags og lýðræðislegra vinnubragða að vera aðgengilegar almenningi. Okkur koma þær við, því átök um þær geta snert afkomu okkar sem fyrir utan við stöndum. Verkalýðshreyfingin á því miður engan málssvara á alþingi. Síðustu tengsl við verkalýðshreyfinguna voru slitin á ríkisstjórnarárum Jóhönnu Sig. Nú er verið að gera tilraun með að endurreisa sósíalistaflokk með gömlum slagorðum og úreltum uppskriftum sem sagan sjálf tók af dagskrá. Það setur greinilega svip sinn á forystu Eflingar. Fyrir margt löngu náði ég þeim merka áfanga í lifi mínu að vera formanni Sóknar til aðstoðar í erfiðri kjaradeilu við borgina. Mér er það alltaf minnisstætt, þegar unggæðingurinn í mér hvatti til verkfallsboðunar á leikskólum, hvað Aðalheiður formaður var fljót að kveða það niður. Ég vona sannarlega að viðsemjendum muni takast sameiginlega að finna leið til að bæta kjör umönnunarstétta ásættanlega, án þess að allt fari í bál og brand.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Maríjon til Kvis
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Saga segir sig frá máli Sölva Tryggva – Biðst afsökunar á hlaðvarpinu

Saga segir sig frá máli Sölva Tryggva – Biðst afsökunar á hlaðvarpinu
Fréttir
Í gær

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn greindist utan sóttkvíar

Einn greindist utan sóttkvíar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“