Föstudagur 28.febrúar 2020
Fréttir

Framkvæmdastjóri Sorpu ósáttur við brottreksturinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu á meðan mál hans eru í athugun. Þetta var tilkynnt í kjölfar birtingar svartar skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur Sorpu.

Björn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir brottrekstrinum og skýrslu Innri endurskoðunar. Hann segir meðal annars:

„Á þeim 12 árum sem undirritaður hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra SORPU bs. hafa aldrei verið gerðar athugasemdir við störf mín. Á það m.a. við um framsetningu á rekstraráætlun á stjórnarfundum, frávikagreiningu vegna þeirra og áætlanagerð vegna framkvæmda á vegum fyrirtækisins.

Vegna umfjöllunar um málefni SORPU hafna ég þeim ávirðingum sem á mig eru bornar í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, sem reyndar er ekki innri endurskoðandi SORPU og þekkir því takmarkað til fyrirtækisins eða starfsumhverfis og starfa minna.

Skýrsla innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar einkennist af röngum, ótraustum og samhengislausum ályktunum um forsendur og gæði starfa minna. Við gerð skýrslunnar hafa t.d. verið dregnar veigamiklar ályktanir af skjölum sem aldrei hafa komið fyrir sjónir mínar. Sýnir það, eitt og sér, hversu óáreiðanleg skýrslan er.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ætla að drekkja Degi í rusli: „Hjálpið borginni að forðast yfirfullar ruslageymslur og skilið því beint niður í Ráðhús“

Ætla að drekkja Degi í rusli: „Hjálpið borginni að forðast yfirfullar ruslageymslur og skilið því beint niður í Ráðhús“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ók á umferðarskilti

Ók á umferðarskilti
Fréttir
Í gær

Raggi Bjarna er látinn

Raggi Bjarna er látinn
Fréttir
Í gær

Segir lífið ganga sinn vanagang á Tenerife þrátt fyrir COVID-19 veiruna

Segir lífið ganga sinn vanagang á Tenerife þrátt fyrir COVID-19 veiruna