fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Hávær öskur trufla skákmenn í Faxafeni – „Ég hef bara uppi efasemdir um hvert við erum komin sem samfélag“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 07:59

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Faxafeni 12 hafa Taflfélag Reykjavíkur og Skáksamband Íslands verið til húsa áratugum saman og má segja að þar sé höfuðvígi íslenskrar skáklistar. En skáklistin er ekki það eina sem lagt hefur verið stund á í húsinu því þar er margskonar starfsemi. Meðal annars er þar líkamsræktarstöðin Primal og er hún í næsta rými við aðalkeppnissal skákmannanna.

Skákmenn eru mjög viðkvæmir fyrir hávaða því skák krefst mikillar einbeitingar. Í síðustu viku fór fjórða umferð Skákþings Reykjavíkur fram en það er elsta og virtasta skákmót ársins. Á meðan sextíu skákmenn sátu að tafli í síðustu viku sauð upp úr því byrjuðu mikil öskur að berast frá líkamsræktarstöðinni og töldu skákmennirnir að um öskurjóga væri að ræða.

„Ég hef bara uppi efasemdir um hvert við erum komin sem samfélag.“

Hefur Fréttablaðið eftir Sigurbirni Björnssyni, skákmeistara, um upplifun hans af öskrunum.

Ríkharður Sveinsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, sagðist bjartsýnn á að lausn finnist á þessu. Þór Guðnason, einn eiganda Primal, segir að þar á bæ sé menn allir af vilja gerðir til að leysa málið. Hann sagði að öskrin megi rekja til námskeiðs í leikrænni tjáningu sem hafi farið fram í salarkynnum stöðvarinnar en því sé nú lokið. Hann sagði að aðalvandinn væri að ekki sé nægilega vel hljóðeinangrað á milli aðstöðu skákmannanna og aðstöðu Primal og því mjög hljóðbært.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu