fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Íslenski kötturinn Millý týndist fyrir 10 árum síðan – Þegar símtalið kom var eigandinn bæði undrandi og glaður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2020 20:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kötturinn Millý týndist úr sumarbústað í Öndverðarnesi á Suðurlandi fyrir rúmum 10 árum síðan en Millý hefur nú fundist aftur eftir allan þennan tíma.

Dýraeftirlitið fangaði Millý í búr á Öndverðarnesi og var dýraverndunarfélagið Villikettir Suðurlandi beðið um að taka við henni. „Við skoðuðum kisuna og þá kom í ljós að hún er örmerkt,“ segir Ása Nanna, einn sjálfboðaliði Villikatta Suðurlandi, í samtali við DV en Villikettir Suðurlandi deildu sögu Millýjar á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Eigandi Millýjar var bæði undrandi og glaður að fá símtalið,“ segir í færslunni.

Ása Nanna segir að þrátt fyrir að hafa verið týnd allan þennan tíma þá lítur hún þó vel út. „Hún lítur ótrúlega vel út eftir verganginn, þessi dásamlegi eilífðarunglingur.“ Eigandi Millýjar hefur nú sótt kisuna sína sem er að ná 16 ára aldri.

Þessi saga af Millý á eflaust eftir að kveikja vonarneista í hjörtum þeirra sem hafa týnt kisunni sinni. „Þið sem hafið týnt kisunni ykkar, það er alltaf von eins og þessi gleðifrétt sannar,“ segir í lok færslu Villikatta Suðurlandi á Facebook. „Við hlökkum til að fá að fylgjast með Millý áfram.“

Villikettir komnir til að vera á Íslandi

Villikettir Suðurlandi er partur af dýraverndunarfélaginu Villikettir. „Villikettir eru komnir til að vera á Íslandi,“ segir í lýsingu á félaginu á heimasíðu þess. „Þeim hefur lítið verið sinnt fyrir utan einstaka dýravini. Viðhorf yfirvalda til þeirra hefur yfirleitt verið neikvætt og leitt til ómannúðlegra útrýmingarherferða. Flestir villikettir eru félagsdýr og hópa sig saman á svæðum þar sem einhverja fæðu er að finna. Markmið okkar er að stuðla að því að koma þessum dýrum til hjálpar með skipulegum aðgerðum.“

Hægt er að skrá sig í dýraverndunarfélagið Villikettir hér. Borgað er árlegt félagsgjald er síðan nýtt í geldingar, læknisaðstoð og skjól fyrir villikettina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu