fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fólk brjálað út í Lögregluna sem bjargaði kópnum: „Dæma hann í ævilanga prísund“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum greindi í dag frá því að kópur hafði fundist á Suðurnesjunum  en móðir kópsins var hvergi sjáanleg.

Í færslunni segir að kópnum hafi verið komið til starfsmanna Húsdýragarðsins. Með færslunni mátti einnig sjá myndir af kópnum, meðal annars þar sem að lögreguþjónn heldur á honum.

Viðbrögð við færslu lögreglunnar voru misjöfn. Margir sögðu að ekki hafi verið rétt hjá lögreglunni að taka kópinn í burtu, móðir hans gæti hafa verið í grendinni, þó hún væri hvergi sjáanleg.

„Þvílíku mistökin! Þetta er Útselskópur, urturnar kæpa á þessum tíma, fela kópana á ís eða landi því þeir eru ósyndir fyrstu vikurnar, þær koma reglulega til að næra kópana en halda sig annars frá þeim ….. núna er hún eflaust að leita að kópnum sínum.“

„Er ekki í lagi þarna hjá ykkur hetjur? Urtan er að veiða til matar og kópurinn er ósyndur á þessum tíma. Þvílíkt rugl að taka afkvæmið í burtu.“

„Mamma hans er örugglega ađ leita ađ honum, fariđ međ hann aftur.“

„Það er ljótt að dæma hann í ævilanga prísund í alltof litlu fangelsi án þess að kanna aðra möguleika.“

Fjöldi ummæla í þessum dúr má finna fyrir neðan færslu lögreglustjórans. Margir eru á því máli að móðirinn hafi verið að veiða sér til matar og skilið kópinn eftir á meðan.

DV hafði samband við Thorkell Heiðarsson, sjávarlíffræðing hjá Húsdýragarðinum, sem sagði að óvenjulegt væri að finna kóp á þessum árstíma. Jafnframt sagði hann að kópurinn hafi ekki verið í góðu ástandi, en nú væri verið að vinna í því að bæta það. Thorkell sagði að mæðurnar ættu það til að slíta sig frá kópunum og þá væru þeir einir á báti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv