fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Fréttir

Elísabet er 19 ára og rekur bar á Spáni – Flutti út og skapaði sín eigin tækifæri

Auður Ösp
Laugardaginn 11. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Rós Fannarsdóttir gerði sér lítið fyrir og opnaði bar og verslun á Torrevieja á Spáni í fyrravor, en Elísabet er einungis 19 ára gömul. Reksturinn hefur gengið vel og staðurinn hefur vakið lukku á meðal hinna fjölmörgu Íslendinga sem búsettir eru á Costablanca-svæðinu.

Upphafið má rekja til þess að Elísabet, Beta eins og hún er kölluð, flutti til Spánar með foreldrum sínum og yngri systur í ágúst 2017.

„Eftir að ég kláraði 10. bekk tók ég mér pásu frá skóla og fór að vinna,“ segir Beta en hún segir hefðbundið bóknám ekki eiga vel við hana heldur vilji hún geri hlutina upp á eigin spýtur. Hún greip tækifærið þegar foreldrar hennar ákváðu að elta drauminn til Spánar og úr varð að fjölskyldan flutti til VillaMartin á Costablanca-svæðinu, en þangað hafa þúsundir Íslendinga flust búferlum undanfarin ár.

Faðir Betu rak prentfyrirtæki á Íslandi og upphaflega var ætlunin að stýra starfsemi fyrirtækisins frá Spáni. Beta segir að það hafi alltaf verið stefnan hjá henni að finna vinnu á Spáni en það reyndist síður en svo auðvelt. Hún ákvað því að skapa sér tækifæri sjálf, með aðstoð foreldra sinna.

„Upphaflega var hugmyndin að vera með veipverslun á netinu en fyrir tilviljun þá fann pabbi húsnæði til leigu. Þannig að planið var fyrst að vera með veipverslun,“ segir Beta en fljótlega kom upp sú hugmynd að opna bar, og selja rafrettur samhliða því. Það gerðist ekki á einni nóttu, sækja þurfti um viðeigandi leyfi, eiga við spænskt regluverk og síðast en ekki síst koma húsnæðinu í stand, en það var galtómt þegar fjölskyldan fékk það afhent. Áður hafði verið rekin þar húsgagnaverslun.

„Það hafði allt verið hreinsað út úr húsinu, og það var ekkert eldhús eða neitt,“ segir Beta og bætir við að faðir hennar hafi veitt henni ómetanlega hjálp við framkvæmdir og séð að mestu leyti einn um að koma upp eldhúsaðstöðu og fleira sem til þurfti.

Það var ekkert verið að flækja hlutina þegar kom að því að velja nafn á staðinn. Barinn hennar Betu heitir einfaldlega Bari-inn. „Við kölluðum þetta alltaf „barinn“ á meðan við vorum að koma þessu í gang og svo ákváðum við bara að staðurinn myndi heita það.“

Staðurinn var opnaður í maí síðastliðnum og er Beta skráður eigandi, en hún hefur fengið dygga aðstoð frá foreldrum sínum við reksturinn. Barinn er í Capo Roig á Torrevieja-svæðinu, þar sem mörg þúsund Íslendingar hafa fest kaup á fasteignum undanfarin misseri. Hún segir reksturinn hafa gengið vel til þessa.

„Við erum  með sæti fyrir 58 manns inni og 20 manns úti. Það er auðvitað aðeins meira að gera á sumrin því þá koma allir túristarnir, en það hefur líka gengið vel núna í vetur, enda fjöldi fólks sem býr hérna allt árið. Bretarnir og Írarnir fara nefnilega alltaf heim á sumrin og koma svo aftur um haustið!“

Hún segist ekki hafa lagt sérstaklega upp með að auglýsa staðinn sem Íslendingabar, þótt vissulega sé betra að skapa sér sérstöðu þegar mikið framboð er af börum og veitingastöðum. „En Íslendingunum finnst auðvitað mjög gaman að koma og spjalla og sjá að það eru Íslendingar á bak við staðinn. Við höfum verið með viðburði fyrir Íslendinga eins og aðventukaffi og hitting á Þorláksmessu. Við fáum til okkar fólk frá öllum löndum, mest af Bretum og Írum. Við erum með „live“ tónlist og karókí reglulega, ég hef líka tekið að mér að vera sjálf með karókí og spila nokkur lög á úkúlele hérna á barnum.“

Beta sér svo sannarlega ekki eftir að hafa flutt út og skapað sín eigin tækifæri. Hún er ekkert á leiðinni heim og unir sér vel í sólinni á Spáni.

„Ég sé alveg fyrir mér að vera hérna næstu árin og ég kann miklu betur við Spán en Ísland,“ segir hún en hún kveðst jafnvel geta hugsað sér að opna annan bar eða veitingastað í nánustu framtíð. „Ég er mjög ánægð eins og staðan er núna. Við sjáum hvað setur.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Líf hjónanna breyttist eftir skoðunarferð í Grindavík – Björn íhugar málsókn

Líf hjónanna breyttist eftir skoðunarferð í Grindavík – Björn íhugar málsókn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lilja fór gegn tillögu við skipan Einars Huga sem formanns fjölmiðlanefndar

Lilja fór gegn tillögu við skipan Einars Huga sem formanns fjölmiðlanefndar
Fréttir
Í gær

Segir Icelandair skapa áhættu fyrir velferðarkerfið

Segir Icelandair skapa áhættu fyrir velferðarkerfið
Fréttir
Í gær

Óljós staða í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins

Óljós staða í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannhaf á Austurvelli – „Við viljum ekki vera hér. Við viljum lifa lífi okkar“

Mannhaf á Austurvelli – „Við viljum ekki vera hér. Við viljum lifa lífi okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Oddnýju hafa skellt blautri og skítugri tusku framan í stærstu atvinnugrein landsins

Segir Oddnýju hafa skellt blautri og skítugri tusku framan í stærstu atvinnugrein landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sími Hrannar hvarf á dularfullan hátt: „Pabbi breyttist í handrukkara“

Sími Hrannar hvarf á dularfullan hátt: „Pabbi breyttist í handrukkara“