fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Fréttir

TH Investments gjaldþrota

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. janúar 2020 22:00

Skjáskot úr umfjöllun DV árið 2011

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TH Investments ehf. var úrskurðað gjaldþrota með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 11. desember síðastliðinn.

Félagið var nokkuð til umfjöllunar hjá DV árið 2011. Að baki félaginu stóðu bræðurnir Friðjón og Haraldur Þórðarsynir sem voru um skeið grunaðir um auðgunarbrot tengd gjaldeyrisviðskiptum. Félagið hagnaðist umtalsvert á tveimur mánuðum á árinu 2008, eða um 250 milljónir króna, og var talið að hagnaðurinn tengdist gjaldeyrisviðskiptum. Til samanburðar hagnaðist félagið aðeins um 45 milljónir allt árið 2009. Friðjón er fyrrverandi starfsmaður Landsbankans og starfaði einnig hjá fyrirtækinu Virðingu, en var rekinn þaðan arið 2008 vegna gruns um markaðsmisnotkun, peningaþvætti og auðgunarbrot. Friðjón var svo ráðinn til Gamma árið 2017.

Haraldur var forstöðumaður fjárstýringar Exista sem annaðist gjaldeyrisjöfnuð. Í dag er hann forstjóri Fossa markaða hf.

Lögmaður Friðjóns sagði í kjölfar umfjöllunar DV árið 2011 að líklega yrði farið fram á skaðabætur vegna málsins. Engum sögum fer þó af því að til slíkra bóta hafi komið.

„DV gekk mjög langt fram í ósmekklegum fullyrðingum í þessu máli,“ sagði Haraldur á þeim tíma í samtali við Fréttablaðið.

Engin starfsemi virðist hafa átt sér stað hjá TH Investments undanfarin ár. Ársreikningi var síðast skilað árið 2014 og hafði félagið þá verið rekið með tapi síðan árið 2009.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 20 þúsund hafa nýtt sér ferðagjöf ríkisins

Rúmlega 20 þúsund hafa nýtt sér ferðagjöf ríkisins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert Marshall: Mér fannst ég vera kominn inn í búbblu þar sem ég væri ekki að gera gagn

Róbert Marshall: Mér fannst ég vera kominn inn í búbblu þar sem ég væri ekki að gera gagn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári sendir frá sér nýja yfirlýsingu og skýrir stöðuna

Kári sendir frá sér nýja yfirlýsingu og skýrir stöðuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útför Finns og Jóhönnu í dag

Útför Finns og Jóhönnu í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja að hætt verði að malbika á háannatíma

Vilja að hætt verði að malbika á háannatíma