fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Safna undirskriftum við kröfu um að barnið þurfi ekki að fara til föður síns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. september 2020 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða þúsund manns hafa skrifað undir kröfu þess efnis að barni verði forðað frá samneyti við föður sinn en hann er ásakaður um kynferðisofbeldi gegn barninu. Móðirin hefur verið svipt forsjá yfir barninu fyrir að neita föður þess um umgengni á þeim forsendum að hann hafi brotið gegn barninu.

Sjá einnig: Íslensk móðir með þungar ásakanir

Eins og við greindum frá í gær hefur nafnlaus pistill móður á vefsvæði vakið mikla athygli. Þar lýsir hún meintri afbrigðilegri hegðun barnsföður síns í garð kornungrar dóttur hjónanna. Þrátt að málið hafi verið tekið fyrir í Stígamótum og Barnahúsi hefur rannsókn á ásökununum verið hætt. Móðirin segist nú hafa verið svipt forsjá barnsins.

Rétt er að taka fram að DV þekkir ekki til málsaðila eða málsatvika og hefur engar heimildir fyrir sanngildi ásakana móðurinnar. En lýsingar hennar á meintu atferli mannsins eru skuggalegar og hafa vakið mörgum ugg.

Á undirskriftasíðunni segir meðal annars:

„Við undirrituð fordæmum framgöngu stjórnvalda gagnvart móður sem er að verja barn sitt gegn kynferðisofbeldi föður og að móðir sé svipt forsjá yfir barni sínu fyrir það eitt að uppfylla frumskyldu sína sem er að vernda það gegn ofbeldi.

Við mótmælum því að aðför verði heimiluð og barn fært með valdi frá verndandi móður og afhent föður sem beitt hefur barnið kynferðisofbeldi og í það minnsta tvö önnur börn.

Við krefjumst þess að dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason axli ábyrgð í málinu og að ríkisstjórnin viðurkenni, eins og dæmin sýna að kerfið hefur brugðist börnum í ofbeldishættu. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin leiðrétti þessa framkvæmd og bjargi þessu barni!

Börn á Íslandi eiga rétt á vernd frá ofbeldi í allri ákvörðun um þeirra líf. Stjórnvöldum ber að gæta þess réttar og að framkvæmd sé sannarlega á grundvelli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, barnalaga og barnaverndarlaga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“