fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Lögreglan varar við „mjög alvarlegu“ vandamáli – „Stöndum saman í að vernda börnin okkar“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 25. september 2020 14:57

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Átt þú barn á unglingsaldri? Vissir þú að á samfélagsmiðlum þrífast meðal annars lokaðir hópar unglinga þar sem ofbeldi er viðurkennt og jafnvel upphafið í gegnum raunveruleg myndbönd af vettvangi slíkra brota?“

Svona hefst myndband sem að birtist á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem að foreldrar eru varaðir við ofbeldisefni sem að unglingar eru að senda sín á milli. Samkvæmt myndbandinu er lögreglan að verða vör við mikið af af slíku efni, sem sýnir oft alvarlegt ofbeldi.

„Vaxandi ofbeldismenning meðal unglinga er mjög alvarlegt vandamál og með því að horfa á þessi myndbönd, deila þeim eða senda þau á milli er barnið þitt að taka þátt í ofbeldinu og ýta undir það.“

Lögreglan telur mikilvægt að opna á umræðuna svo að auðveldara sé að bregðast við því þegar að svona mál koma upp.

„Í ljósi alvarleika þess sem við erum að sjá í þessum myndböndum og skelfilegra afleiðinga ofbeldis meðal unglinga í gegnum tíðina, finnst okkur hjá lögreglunni mjög brýnt að opna umræðuna og hvetja foreldra til að ræða þessi mál við börnin sín og styðja þau í að taka ekki þátt með því að horfa og deila heldur segja frekar frá svo hægt sé að bregðast við og hjálpa gerendum og þolendum.“

Lögreglan biðlar til fólks að standa saman gegn þessu ofbeldi, til þess að sporna við ofbeldishegðun ungs fólks.

„Stöndum saman í að vernda börnin okkar gegn ofbeldi og skaðlegum afleiðingum þess á líf og sálu ungs fólks og vinnum þannig gegn því að ofbeldi og ofbeldishegðun verði normalíseruð hjá kynslóðinni sem er að vaxa úr grasi.“

Hér má sjá myndbandið sem lögreglan birti

https://www.facebook.com/logreglan/videos/3370477229699418/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“