fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar og Sverrir í sorpið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. september 2020 10:03

Gunnar Dofri Ólafsson (t.v.) og Sverrir Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Dofri Ólafsson og Sverrir Jónsson hafa verið ráðnir til SORPU bs. á skrifstofu framkvæmdastjóra, sem var stofnuð í kjölfar skipulagsbreytinga hjá SORPU.

Gunnar Dofri tekur við nýju starfi sérfræðings í samskiptum og samfélagsvirkni. Í starfinu felast meðal annars samskipti við fjölmiðla, markaðsmál, fræðsla- og kynningarmál, ritstjórn á vef SORPU og samfélagsmiðlum auk stefnumótunar og áætlanagerðar.

Sverrir tekur við nýju starfi sérfræðings í innkaupum. Í starfinu felast meðal annars ábyrgð á stefnumótun í innkaupum og sölu á vettvangi SORPU ásamt þróun og innleiðingu verklags er varðar innkaup og sölu. Sverrir hefur auk þess yfirumsjón með samningum og áhættugreiningu og utanumhald um UT birgja.

Gunnar Dofri er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem blaðamaður og samfélagsmiðlastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is, fréttamaður á fréttastofu RÚV, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands og lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Gunnar er auk þess í meistaranámi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Sverrir er vörustjórnunarfræðingur frá Háskóla Reykjavíkur með yfir 20 ára reynslu á sviði vörustjórnunar.  Hann hefur starfað sem innkaupastjóri hjá Valitor, verkefnastjóri innkaupa hjá Isavia, í viðskiptastýringu Origo, framkvæmdarstjóri innflutnings og dreifingarsviðs Opinna kerfa sem og innkaupastjóri Opinna kerfa.

Gunnar Dofri og Sverrir hafa báðir þegar hafið störf hjá SORPU.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“