fbpx
Miðvikudagur 21.október 2020
Fréttir

Ákærður fyrir að reyna að myrða leigusala sinn – Veitti henni 11 stungusár og skurði

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 13. september 2020 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Þetta kom fram í fréttatíma stöðvar 2.

Maðurinn réðst að morgni 15. júní inn á heimili konu sem hann hafði leigt húsnæði af í skamman tíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hótaði maðurinn konunni lífláti og gerði því næst ítrekaðar tilraunir til að veita henni lífshættulega áverka.

Maðurinn var vopnaður hníf.

Alls hlaut konan 11 skurði og stungusár. Maðurinn reyndi að veita henni áverka á höfði, háls og líkama en konunni tókst að verjast verstu hnífsstungunum. Hún náði svo að gera lögreglu viðvart og var í kjölfarið færð á slysadeild.

Maðurinn neitaði að afvopnast þegar lögreglu bar að garði og þurfti að kalla út sérsveit. Sérsveit þurfti að beita táragasi og gúmmískotum til að yfirbuga árásarmanninn. Maðurinn hafði áður komið við sögu lögreglu en var þó með hreint sakavottorð þegar árásin átti sér stað.

Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Konan var ekki í lífshættu eftir árásina en hlaut þó mikla áverka og hefur enn ekki náð fullum bata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Heiðrún náði skjálftanum á myndband – „Ég var alveg logandi hrædd“

Heiðrún náði skjálftanum á myndband – „Ég var alveg logandi hrædd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfir 50 eftirskjálftar fundust

Yfir 50 eftirskjálftar fundust
Fréttir
Í gær

„Meirihluti“ áhafnar Júlíusar Geirmundssonar með Covid-19 – Er nú á heimleið eftir þriggja vikna túr

„Meirihluti“ áhafnar Júlíusar Geirmundssonar með Covid-19 – Er nú á heimleið eftir þriggja vikna túr
Fréttir
Í gær

Viðar segir íslenskar mæður vanrækja börnin sín og að þær séu bara í símanum – „Kærleikurinn hjá konum er horfinn“

Viðar segir íslenskar mæður vanrækja börnin sín og að þær séu bara í símanum – „Kærleikurinn hjá konum er horfinn“