fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Sigurður hraunar yfir Laugardalslaugina – „Þetta er ónýtt drasl“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 1. september 2020 09:09

Samsett mynd: Sigurður/Skjáskot úr Morgunblaðinu - Laugardalslaug/Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Laug­ar­dals­laug er frek­ar sóðaleg. Það er ekki starfs­mönn­um að kenna, miklu frek­ar borg­ar­yf­ir­völd­um sem virðist vera ná­kvæm­lega sama um laug­ina, veita ekki nægt fé til viðhalds og þrifa.“

Svona hefst pistill sem Sigurður Sigurðarson, ráðgjafi og busl­ari, skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag.. „Vegna heims­far­ald­urs­ins voru sund­laug­ar lands­ins lokaðar frá 23. mars til 18. maí. Í Laug­ar­dals­laug var tím­inn notaður til viðhalds. Sund­laug­ar­gest­ir komu í vel þrifna bún­ings­klefa með ný­lökkuðu tré­verki og allt ilmaði af hrein­læti og gleði. Sum­ir stungu sér í laug­ina en aðrir renndu sér fót­skriðu í pott­ana. Lífið var gott.“

„Orðnar dökk­ar af skít“

Sigurður segir að eftir þetta hafi ýmsir tekið eftir smáatriðum sem höfðu gleymst. „Renn­urn­ar í laug­inni voru óþrifn­ar, þær eru græn­ar, þó ekki fag­ur­græn­ar. Tröppur upp úr laug­inni voru jafn skít­ug­ar og fyrr. Við pott­ana voru tvær efstu tröpp­urn­ar svo skít­ug­ar að þar áttu smá­gerð skorkvik­indi líf­væn­legt land­nám. Skít­ur­inn hef­ur síðan haldið áfram að safn­ast þar sam­an og jafn­vel á milli potta. Blátt plast sem ein­hvern tím­ann var sett á bakka laug­ar­inn­ar og víðar er sums staðar orðið græn­leitt af óþrif­um,“ segir hann.

Þá segir Sigurður að vatn leki úr stúkunni og ofan í saltpottinn þegar það rignir og það haldi jafnvel áfram eftir að það er búið að stytta upp. Hann bendir á að handriðin við pottana hafi verið lökkuð en þó séu þau ennþá ryðguð. „Ryðbrunnið gat er á hand­riði á aust­asta heita pott­in­um og hugs­an­lega fleir­um,“ segir hann.

„Í svo­kölluðum nuddpotti eru grá­ar ólar sem potta­gest­ir geta stungið hönd­um sín­um í. Þær hafa varla nokkru sinni verið þrifn­ar og eru orðnar dökk­ar af skít eft­ir nún­ing þúsunda handa. Ef­laust má í þeim greina ótal líf­sýni. Skyld’­ann Kári vita af’essu?“

„Þetta er ónýtt drasl“

Sigurður segir að fyrir nokkrum dögum hafi einn sundlaugargestur verið orðinn þreyttur á sóðaskapnum og ákveðið að grípa í sundlaugarvörð til að benda honum á þessi atriði. Samkvæmt Sigurði kom sundlaugarvörðurinn af fjöllum og sagði að næturvaktin væri ábyrg fyrir þrifunum en hann myndi þó koma athugasemdunum á framfæri.

Því næst tekur Sigurður fyrir tæknimálin. „Fyr­ir kem­ur að sturt­urn­ar verða sjóðheit­ar og stund­um ís­kald­ar. Sjaldn­ast eru pott­arn­ir með sama hita­stigi frá ein­um degi til ann­ars. „Þetta er ónýtt drasl,“ sagði sund­laug­ar­vörður þegar kvartað var við hann. Lík­lega er það rétt, lagn­ir og stý­ritæki eru ör­ugg­lega jafn­göm­ul laug­inni sem opnuð var árið 1968.“

Að lokum spyr Sigurður nokkurra spurninga. „Hversu lengi á að bjóða gest­um upp á svona sund­laug? Hvernig stend­ur á því að Laug­ar­dals­laug er ekki leng­ur besta sund­laug­in í Reykja­vík?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“