Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur verið frestað um eitt ár vegna nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum og hertari aðgerða við landamærin. Í tilkynningu frá kemur fram að skipuleggjendur vilji leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu vírusins. Hátíðin mun eiga sér stað á næsta ári, 3. – 6. nóvember 2021.
„Það er okkar hjartans mál að öryggi og heilsa gesta okkar og starfsfólks sé í fyrirrúmi og að öllum reglum sé fylgt. Þetta þýðir hinsvegar að það er því miður ekki hægt að halda hátíðina í ár. Við skoðuðum alla möguleika, til dæmis að minnka hátíðina, fækka tónleikastöðum, hólfa áhorfendur, skerða aðgengi að ákveðnum viðburðum og fleira, en sama svarið blasti alltaf við; það er ómögulegt hægt að halda hátíðina í ár svo vel sé.“
Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að að listamennirnir sem búið var að tilkynna munu allir koma fram á hátíðinni á næsta ári. Auk þess eru 25 ný atriði tilkynnt. Skipuleggjendur segja 2020 hafa verið erfitt ár fyrir tónlistargeirann en þeir hlakki til að geta komið saman á ný á næsta ári, fyrir tónlistina.
Öryggið skiptir alltaf öllu máli hjá Iceland Airwaves. Eftir nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum og hertari aðgerðir við landamærin viljum við hjá Iceland Airwaves leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu vírusins. Það er okkar hjartans mál að öryggi og heilsa gesta okkar og starfsfólks sé í fyrirrúmi og að öllum reglum sé fylgt. Þetta þýðir hinsvegar að það er því miður ekki hægt að halda hátíðina í ár.
Við skoðuðum alla möguleika, til dæmis að minnka hátíðina, fækka tónleikastöðum, hólfa áhorfendur, skerða aðgengi að ákveðnum viðburðum og fleira, en sama svarið blasti alltaf við; það er ómögulegt hægt að halda hátíðina í ár svo vel sé.
Hátíðin mun því eiga sér stað á næsta ári, 3. – 6. nóvember 2021 og það gleður okkur mjög að staðfesta hér með að listamennirnir sem búið var að tilkynna munu allir koma fram á hátíðinni á næsta ári. Auk þess tilkynnum við í dag 25 ný atriði.
Þau ykkar sem eiga miða á hátíðina í ár og vilja fara á hátíðina 2021 þurfið ekkert að aðhafast, miðinn gildir áfram. Þú fékkst miðann á lægsta mögulegu miðaverði, verðið mun ekki lækka upp úr þessu. Okkur þætti vænt um að miðahafar myndu halda í miðana sína og þannig styðja við íslenska tónlistargeirann og tónleika- og skemmtanahald á Íslandi sem á undir högg að sækja þessa dagana eins og svo margir aðrir.
Ef að miðahafar geta ekki nýtt miðana á næsta ári geta þeir óskað eftir endurgreiðslu innan við 14 daga, eða fyrir 9. september 2020 kl 23:59, með því að hafa samband við Tix miðasölu: info@tix.is. Athugið að miðaverð mun ekki lækka í framtíðinni.
Aðilar sem hafa keypt pakkaferð í gegn um Icelandair munu fá tölvupóst frá Icelandair Holidays með frekari upplýsingum.
Alþjóðlegu atriðin sem eru tilkynnt í dag eru meðal annars post-pönk samsteypan frá Vancouver Crack Cloud, Porridge Radio frá Brighton sem hlutu titilinn „besta nýja tónlistin“ frá Pitchfork nýlega, Marie Davidson & L’Œil Nu, framúrstefnulegt k-pop frá suður kóreyska bandinu Balming Tiger, íslensk-norskt sóvíeskt þolfimis diskó frá Ultraflex og margt fleira.
Ný atriði tilkynnt í dag:
Any Other – Aragrúi – Ásta – Balming Tiger – Briet – Cell7 – Crack Cloud – Faux Real – Karina – HipSumHaps – ISAK – Kef Lavik – KLEIИ – Logi Pedro – Mammut – Mani Orasson – Marie Davidson & L’Œil Nu- Mugsion – Porridge Radio – Salome Katrin – Sara Parkman – sideproject – Sigrun Stella – Skoffin – Supersport! – Svala – Thumper – Ultraflex
Atriði þegar tilkynnt:
ADHD – Andavald – Andy Svarthol – Benni Hemm Hemm – Black Pumas – BSÍ – CHLOBOCOP – Daði Freyr – Daughters of Reykjavík – dj. flugvel og geimskip – Dry Cleaning – GRÓA – gugusar – Halldór Eldjárn – Júníus Meyvant – K.óla – Kiriyama Family – Krummi – Lynks Afrikka – Metronomy – MSEA – Myrkvi – omotrack – Oyama – Pale Moon – S.hel – sin fang – Sinmara – Sólveig Matthildur – Squid – Tami T
2020 hefur verið erfitt ár fyrir tónlistargeirann en við hlökkum til að geta komið saman á ný á næsta ári, fyrir tónlistina.