fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Steve Bannon handtekinn og ákærður – Sjötti ráðgjafi Trump sem ákærður er

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 14:52

mynd/nbc news

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps og stofnandi Breitbart, var í dag handtekinn í New York. Hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik. Er hann ásamt öðrum sagðir hafa stolið fjármunum sem safnað hafði verið fyrir byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Axios greindi frá.

Samkvæmt ákærunni á Bannon að hafa tekið við á fölskum forsendum meira en einni milljón Bandaríkjadala frá hundruð þúsunda stuðningsmanna Donalds Trumps með því að hafa hópfjármagnað byggingu múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hópfjármögnunin skilaði í heild um 25 milljónum dala, og er Bannon sagður hafa notað að minnsta kosti hundruð þúsunda til eigin og persónulegra nota.

Bannon er sjötti maðurinn nátengdur Trump Bandaríkjaforseta sem er handtekinn og ákærður af alríkislögreglunni á undanförnum árum. Hinir eru Roger Stone, Michael Flynn, Rick Gates, Paul Manafort og Michael Cohen.

Í ákærunni segir að meginþorri fjármunanna sem söfnuðust hafi vissulega farið í að byggja vegg en hundruð þúsunda hafi verið varið í persónuleg útgjöld Bannons. Þau útgjöld voru meðal annars vegna ferðalaga og gistinga, neysluvara og persónuleg kreditkorta útgjöld. Brian Kolfage sem einnig er ákærður fyrir aðild að málinu, á meðal annars að hafa eytt fjármunum söfnunarinnar í endurbætur á heimili sínu, skattgreiðslur, hlutagreiðslu í báti, lúxus jeppa, golfbíl, skartgripi, lýtaaðgerð og kreditkorta reikninga sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos