Matvælastofnun varaði í gær við afrískri svínapest og sagði það mikilvægt að komið yrði í veg fyrir að hún bærist til landsins.
Í tilkynningu MAST segir að afrísk svínapest sé bráðsmitandi drepsótt sem dreifst hefur með villtum svínum um Asíu, Afríku og Evrópu. Ekki er hægt að meðhöndla sjúkdóminn og engin bólusetning er til. Veiran er ekki hættuleg fyrir önnur dýr en svín en þeim veldur veiran „þjáningum og dauða,“ og hefur því alla burði til þess að valda gríðarlegu tjóni fyrir svínabú og bændur.
Veiran berst með sýktum svínum og sæði, hráu kjöti af sýktum dýrum og farartækjum, búnaði og fatnaði sem við hafa í návist sýkra dýra. Ferðamenn geta borið veiruna á milli landa og birtir því MAST eftirfarandi tilmæli til ferðamanna:
Á síðustu tíu árum hefur veiran komið upp í svínum í Eystrasaltslöndunum, Portúgal, Belgíu, Úkraínu, Hvíta- Rússlandi, Búlgaríu, Slóvakíu og víðar.