fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 14:19

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti hér á landi og er til skoðunar að herða samkomutakmarkanir vegna aukningar tilfella af COVID-19 smitum undanfarið. Verða auknar takmarkanir þó ekki ákveðnar fyrr en um eða eftir helgi. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Þórólfur líklegt að hertar takmarkanir myndu standa skemur yfir núna en var í fyrri bylgju faraldursins.

Sautján ný innanlandssmit greindust í gær sem er mesti fjöldinn á einum degi í þessari seinni bylgju faraldursins og mestur fjöldi greindra smita á einum degi frá 9. apríl síðastliðnum. Sjö af þessum 17 voru í sóttkví.

Einn er í öndunarvél á gjörgæslu með sjúkdóminn og nokkrir eru til athugunar á COVID-göngudeildinni. Sagði Þórólfur að vonir um að veiran væri veikari en í síðustu bylgju væru ekki á rökum reistar.

Sex þeirra sem greinst hafa nýverið voru í Vestmannaeyrjum um verslunarmannahelgina og sagði Þórólfur að þetta sýni áhættuna af því að fólk safnist saman.

Um 1.900 farþegar voru skimaðir á landamærum í gær, af 3.500 farþegum sem komu til landsins. Þrjú virk smit fundust og fóru þeir aðilar í einangrun. Einn er í bið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga