fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Veldur áhyggjum hvað margir utan sóttkvíar eru að smita

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 13:23

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Skjáskot af RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir áhyggjuefni hvað margir sem ekki eru í sóttkví séu að smitast af COVID-19. „Það segir okkur að samfélagssmit sé í gangi,“ segir Víðir en hann ræddi þessi mál í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun.

Víðir sagði að þegar faraldurinn blossaði í upp í vetur hafi tekist að greina uppruna allra smita en nú viti sóttavarnayfirvöld ekki hvort þau séu að glíma við fyrsta stigs, annars stigs eða þriðja stigs smit. Það sé áhyggjuefni. Ekki sé vitað hvernig veiran komst til landsins aftur. Hins vegar séu yfirvöld hugsanlega að ná utan um þær hópsýkingar sem orðið hafa undanfarið.

Sjö greindust smitaðir í gær sem er nokkru færri en daginn áður en þá greindust 11.

Upplýsingafundur Almannavarna verður í dag kl. 14. DV mun flytja helstu fréttir af fundinum fyrir þá sem ekki hafa tök á að fylgjast með honum í beinni útsendingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“