fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Reyndi tvisvar að sleppa við að greiða fyrir leiguakstur – Lét ófriðlega við Slysadeildina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 06:22

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 51 verkefni í gærkvöldi og nótt. Fjórir dvelja í fangageymslu nú í morgunsárið.

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar í gærkvöldi þar sem tveir farþegar neituðu að greiða fyrir aksturinn. Síðar í gærkvöldi óskaði annar leigubílstjóri eftir aðstoð vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir aksturinn. Þar var um annan farþegann úr fyrra málinu að ræða. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis.

Umferðarslys varð í Vesturbænum í gær. Tveir bílar lentu saman og þurfti að flytja einn á slysadeild með sjúkrabifreið. Dráttarbifreið flutti báða bílana af vettvangi. Umferðaróhapp varð á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar síðdegis en engin slys urðu á fólki. Fjarlægja þurfti báða bílana með dráttarbifreið.

Einn var handtekinn um miðnætti, grunaður um fíkniefnamisferli. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkan þrjú í nótt var maður handtekinn fyrir utan Slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem hann lét ófriðlega. Hann er einnig grunaður um eignaspjöll. Hann var fluttur á lögreglustöð til viðræðna og var sleppt að þeim loknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“