fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Ekið á reiðhjólamann – Ölvaður ók á tvær bifreiðar – Fólk í vanda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 06:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sat ekki auðum höndum í gærkvöldi og nótt en rúmlega sextíu mál voru skráð í dagbók hennar. Meðal þeirra mála sem upp komu var að ekið var á reiðhjólamann í miðborginni. Ekki er vitað um alvarleika meiðsla hans. Í Kópavogi datt ofurölvi maður á reiðhjóli. Honum og hjólinu var komið heim eftir að sjúkraflutningamenn höfðu skoðað hann.

Ökumaður, sem er grunaður um ölvun við akstur, var handtekinn í miðborginni eftir að hann ók á tvær bifreiðar og á brott. Hann var vistaður í fangageymslu.

Maður datt á andlitið í miðborginni og var fluttur á slysadeild en hann var með áverka í andliti. Maður var handtekinn í miðborginni eftir að hann reyndi að stela vörum úr verslun. Hann réðst á öryggisvörð sem hugðist stöðva hann. Maðurinn var yfirbugaður og vistaður í fangageymslu í framhaldinu.

Lögreglumenn höfðu afskipti af akstri 14 ára pilts í Hlíðahverfi í gær. Hann hafði tekið bíl ófrjálsri hendi og var á rúntinum með fjórum jafnöldrum sínum.

Ekið var á 13 ára pilt á vespu í Garðabæ. Hann meiddist ekki en vespan skemmdist lítillega.

Í Kópavogi var ekið á ljósastaur og kom í ljós að ökumaðurinn var ekki með ökuréttindi. Engin slys urðu á fólki en bæði bifreiðin og ljósastaurinn skemmdust.

Í Kópavogi aðstoðuðu lögreglumenn ofurölvi konu, sem lá á bifreiðastæði, við að komast til aðstandanda sem kom henni í húsaskjól.

Tvö börn klifruðu upp á þak skóla í Kópavogi en svo illa vildi til að þegar þau voru komin upp datt stiginn, sem þau höfðu notað, og komust þau ekki niður. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var móðir annars barnsins komin á vettvang til að hjálpa þeim út úr þessum hremmingum.

Í Árbæ var tilkynnt um mann, í annarlegu ástandi, sem svæfi í rútu. Hann var vakinn og kom þá í ljós að hann var eftirlýstur. Hann var því handtekinn og fluttur í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind – Sjáðu listann

Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind – Sjáðu listann
Fréttir
Í gær

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist