Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir þremur rúmenskum karlmönnum, sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. Þeir eru Andrei Chimpu, Mihail Neaga og Constantin Barbacaru.
Mennirnir eru grunaðir um brot á sóttkví. Þeir kunna einnig mögulega að vera smitaðir af COVID-19.
Lögreglan biðlar til fólks sem getur veitt upplýsingar um ferðir þremenninganna, eða vita hvar þeir eru niðurkomnir, að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.
Fram kemur að lögreglan þurfi nauðsynlega að ná tali af þeim.