Lögregluþjónn hefur greinst með COVID-19. Hann smitaðist af einum af þeim mönnum sem voru handteknir um helgina, grunaðir um þjófnað í verslunum á Selfossi. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir greindi frá þessu á upplýsingafundinum í dag.
„Svo virðist vera að þessir einstaklingar hafi náð að smita einn lögreglumann á Suðurlandi, en sá er nú kominn í einangrun.“
Lögreglan leitar enn þrigjja erlendra manna sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku, en þeir eru grunaðir um brot á sóttkví.