fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Verjandi mannsins í Hraunvallaskóla tjáir sig

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi manns sem er sakaður um að hafa áreitt börn kynferðislega í Hraunvallaskóla í síðustu viku, segir skjólstæðing sinn vera með hreinan sakaferil og að hann lýsi yfir algjöru sakleysi í málinu.

Í dag greindu DV og Stöð 2 frá því að starfsmaður í Hraunvallaskóla, Hafnarfirði, væri grunaður um að beita börn kynferðislegu ofbeldi á salerni skólans. Um væri að ræða starfsmann frístundaheimilisins Hraunssels og að börnin væru í fyrsta bekk.

Börnin hafi ekki verið yfirheyrð

Verjandinn segir að málið sé á viðkvæmu stigi og erfitt sé að tjá sig um það að svo stöddu, sérstaklega vegna þess að ekki sé búið að yfirheyra börnin formlega hjá Barnahúsi. Einungis hafi verið gerð frumskýrsla, en ekkert formlegt sem hann sé búinn að fá í hendurnar. Hann tekur þó sérstaklega fram að maðurinn neiti alfarið sök og að hann haf sýnt mikinn samstarfsvilja við lögreglu sem nú rannsakar málið. Hann hafi leyft húsleit og gefið aðgang að síma og tölvu án nokkurra undanbragða.

SJÁ EINNIG: Starfsmaður Hraunvallaskóla leystur frá störfum vegna alvarlegs lögreglumáls

Maðurinn gengur laus, en á föstudag felldi Landsréttur úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness er meintu broti lýst:

„Við rannsókn lögreglu hafi komið í ljós að um tvö börn væri að ræða og hafi meint brot átt sér stað á […]. Samkvæmt framburði annars barnsins hafi kærði fengið þau til að koma með sér á salerni og þar sýnt þeim ,,[…]sína“ sem bara strákar væru með og gæti orðið mjög hörð. Börnin hefðu síðan fengið að snerta ,,[…]“ og kyssa hana. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði kærði rauður og reiður. Þetta ásamt öðrum gögnum málsins sé talið leiða til þess að kærði sé undir rökstuddum grun um meint kynferðisbrot gagnvart börnunum.“

Málið er litið mjög alvarlegum augum

Í dag fengu foreldrar barna í Hraunvallaskóla tölvupóst frá skólastjóra skólans vegna málsins, en hann er eftirfarandi:

„Kæru foreldrar/forráðamenn

Í síðustu viku kom upp mál í Hraunvallaskóla sem snertir starfsmann skólans og er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þar sem málið er á rannsóknarstigi er ekki hægt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu. Málið fór strax til rannsóknar hjá lögreglu og hefur verið til rannsóknar frá miðvikudeginum 20. maí. Sama dag var viðkomandi starfsmaður leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir, gagngert til að tryggja öryggi allra hlutaðeigandi og rannsóknarhagsmuni.

Málið er litið mjög alvarlegum augum og fór strax í viðeigandi farveg og ferli innan skólans og hjá skólayfirvöldum í Hafnarfirði þar sem unnið er samkvæmt fyrirfram skilgreindu verklagi í samstarfi við lögregluyfirvöld. Stjórnendateymi skólans var strax upplýst um aðstæður og eðli máls auk þess sem starfsfólk hefur verið upplýst um það að mál starfsmanns innan skólans sé til rannsóknar. Utanaðkomandi fagaðilar voru kallaðir til, starfsmannahópnum til stuðnings og ráðgjafar þannig að tryggja megi hagsmuni og öryggi heildarinnar. Áfallahjálparteymi skólans hefur verið virkjað auk foreldraráðs skólans með það fyrir augum að vel sé tekið utan um skólasamfélagið í heild sinni. Ekki er hægt að gefa upp ítarlegri upplýsingar eins og sakir standa til að tryggja megi trúnað og gæta persónuverndar hlutaðeigandi aðila.

Vinsamlega beinið öllum vangaveltum, fyrirspurnum og áhyggjuefni beint til mín.

Kær kveðja,
Lars Jóhann Imsland skólastjóri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu