fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Neyðarástand í Skálholtsdómkirkju

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 16. maí 2020 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er óhætt að segja að neyðarástand hafi skapast fyrir stuttu þegar mikill vatnsleki varð í turni Skálholtsdómkirkju. Kirkjuráð brást mjög hratt við þessari stöðu og samþykkti í síðustu viku að skipt yrði út þaki og allt ytra byrði kirkjunnar yrði endurnýjað.“

Þetta kemur fram á vef Skálholtsdómkirkju. Flutningur sögufrægs bókasafns úr turnherbergjunum yfir í Gestastofu mun hefjast sem fyrst vegna aðstæðnanna. Á umræddu safni er að finna marga merkilega gripi meðal annars bækur sem prentaðar voru í Skálholti á seinni hluta 17. aldar.

„Þakrennur, sem liggja inni í turni biluðu á klukkuloftinu og þar safnaðist upp vaðdjúpt vatn. Úr því lak niður á næstu hæðir turnsins þar sem hið sögufræga og merkilega bókasafn hefur verið geymt í áratugi. Það var Kristján biskup sem kom að þessu og verður að teljast mildi að ekki lak á sjálfar bækurnar.“

„Steinflísarnar á þakinu eru úr sér gengnar og þekjan er öll mosagróin. Lengi hefur lekið í turninum og niður í kirkju og hefur legið fyrir ástandsskoðun sem var síðast uppfærð í vetur. Hún hljóðar uppá nær eitt hundrað milljónir króna í heild með þeim lagfæringum sem þegar höfðu verið ákveðnar í sumar.“

Oft hefur verið rætt um flutningin á safninu en nú er ætlast til að hann fari fram sem fyrst. Undirbúningur er hafinn, bæði til að hægt sé að undirbúa bækurnar og pakka þeim og einnig koma upp varanlegri aðstöðu í Gestastofunni

Sjálfboðaliðar munu fá tækifæri til að koma að flutningunum, en samkvæmt fréttinni er hópur fólks sem lengi hefur beðið eftir verkefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska