Lögreglan á Suðurnesjum birti í dag færslu á Facebook þar sem hún varar við ákveðinni tegund af svindli. Lögreglunni hafa borist tilkynningar þar sem að fólk sem hefur leggur fram greiðslu fyrir vöru sem það fær síðan aldrei.
Fólk heldur að það hafi keypt farsíma og fær falsaða kvittun sem sýnir að varan sé komin í póst. Þetta blekkir fólk sem borgar stundum háar upphæðir í kjölfarið.
„Viðskipti í gegnum Internetið geta verið varasöm og viljum við benda fólki á að fara varlega í viðskiptum á netinu við fólk sem það þekkir ekki. Undanfarið hafa verið tilkynnt til okkar meint svik í viðskiptum þar sem fólk hefur lagt fram greiðslu fyrir vöru sem það svo ekki fær. Í þessum tilfellum hefur fólk keypt farsíma á netinu og „seljandinn“ hefur útbúið falsaða kvittun sem sýnir fram á að varan sé komin í póst og hafa þá kaupendur millifært talsverðar upphæðir inn á „seljandann“ eftir að hann sendir þeim ljósmynd af kvittuninni.“
Lögreglan barst slík tilkynning í dag, en þar hafði einhver látið svíkja frá sér 70.000 krónur. Málin eru í rannsókn hjá lögreglu.
„Það getur verið varasamt að stunda viðskipti á netinu og viljum við hvetja fólk til að fara varlega í því og huga að því hvort allt sé eðlilegt við seljandann. Við látum hér fylgja með ljósmynd af kvittun sem óheppinn aðili afhenti okkur í dag, en sá hafði millifært 70.000 krónur inn á aðila sem seldi honum farsíma. Þessi mál eru til rannsóknar hjá okkur.“