fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Facebook hópurinn sem allir ferðaþyrstir ættu að vera í

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 11. maí 2020 22:00

Mynd/CampBoutique.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaþyrstir Íslendingar geta verið spenntir fyrir ferðalögum innanlands í sumar. Nóg er í boði af gistingu og afþreyingu. Facebook hópurinn „Landið mitt Ísland“ sem stofnaður var nýverið er hugsaður fyrir ferðaþjónustu til að deila sinni þjónustu með landsmönnum.

Erfitt að finna upplýsingar um ferðalög innanlands

„Ég sá vin minn á Facebook tala um hversu litlar upplýsingar er að finna á netinu um ferðalög innanlands,“ segir Sigvaldi Kaldalóns sem nýverið flutti til landsins frá Tenerife og annar af stofnendum hópsins. „Ég fór að skoða þetta og lenti mikið inni á bókunarsíðum en átti erfitt með að fá góðar upplýsingar um hvað er hægt að gera. Mikill meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi einblínir á útlendinga. Mér datt því í hug að stofna hóp þar sem ferðaþjónustufyrirtæki geta komið sér á framfæri og það er mjög hentugt að hafa þetta allt á einum stað.“

Ferðaþjónusta fyrir alla

Færslur í hópnum eru flokkaðar eftir landshlutum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Dæmi um þjónustu sem auglýst er í hópnum er fótboltagolf á Markavelli hjá Flúðum. Markavöllur er eini 18 holu fótboltagolfvöllur landsins. Sé stefnan tekin Vestur verður kaffihúsið Litlibær í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi opinn í sumar. Opnað verður í lok maí og verður meðal annars boðið upp á kaffi og vöfflu á 1.200 kr.

Margs konar gisting er í boði víðs vegar um landið. Camp Boutique bjóða upp á lúxus gistingu í innréttuðum og upphituðum tjöldum. Tjöldin eru staðsett við Stokkseyri á Suðurlandi og á Vaði í Þingeyjarsveit á Norðurlandi.

Gönguferðir og siglingar er dæmi um afþreyingu sem hægt er að finna á hópnum. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir ef verið er að leita að einhverju ákveðnu.

Meðlimir hópsins sem var stofnaður 24. apríl síðastliðinn eru rúmlega 28.500 og fer þeim fjölgandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum