fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Svali flytur heim – „Skrítin staða en engu að síður raunveruleikinn“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 19. apríl 2020 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OSigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali mun flytja aftur til Íslands í sumar vegna COVID-19 Frá þessu greinir hann á Facebook síðu sinni.

Í lok árs 2017 greindi Svali frá því að hann myndi flytja til Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Þar hefur hann starfað sem leiðsögumaður í núna tvö ár.

„Svona miðað við þær fréttir sem eru í gangi hér á Spáni þá er ljóst að það verður minna að gera hjá okkur en maður var að vonast eftir og ætlum við því að koma heim í sumar og reyna að vinna eitthvað. Jóhanna snýr aftur á Unique og klippir eins og enginn sé morgundagurinn. Ég vona að ég geti farið að vinna aftur á Tenerife í haust.“

Svali er einn reynslumesti útvarpsmaður landsins, en hann hafði starfað í útvarpi frá sautján ára aldri, þangað til hann sagði upp starfi sínu á K100 og fór til Tenerife.

Svali segir að kollegi sinn muni sjá um ferðaþjónustuna í sumar, en hann muni sjálfur reyna að koma sterkur inn í haust. Hann segir raunveruleikann ansi snúin þessa stundina.

„Tenerife-Ferðir verða opnar og mun Ásgeir félagi minn sjá um vaktina í sumar, ef það verður eitthvað flogið hingað, en gerum svo ráð fyrir að hlutirnir rúlli af stað í rólegheitunum í haust. Skrítin staða en engu að síður raunveruleikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð