fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Þórólfur segir meiri smithættu vera á líkamsræktarstöðvum en í sundi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 15:01

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin smit af kórónuveirunni greindust hér á landi síðasta sólarhring, þriðja sólarhringinn í röð. 318 sýni voru tekin, 278 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 40 á veirufræðideildinni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi dagsins að vel hafi gengið að hemja faraldurinn og stefnt væri að því að fara hraðar í afléttingar á samkomubanni en áætlað var. Tilkynna átti um næstu afléttingar um mánaðamótin en það færist fram til 25. maí.

Þegar hefur verið tilkynnt að sundstaðir mega opna 18. maí. Búast má við því að fjöldatakmarkanir verði á sundstaðina en ekki liggur fyrir hámarksfjöldi. Vinnuhópur vinnur í samstarfi við rekstraraðila að því að útfæra reglur. Stefnt er að því að allir sundstaðir geti opnað á sama tíma.

Þórólfur var spurður hvers vegna sundstaðir megi opna fyrr en líkamsræktarstöðvar og sagðist hann telja að mun meiri smithætta væri á líkamsræktarstöðvum. Þar væru fleiri snertifletir og meiri nánd. Ennfremur drepi klórinn veiruna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“