fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Segir mikilvægt að ferðaþjónustufyrirtæki verði ekki látin fara í þrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þorláksson, bakþankahöfundur Fréttablaðsins, segir að nauðsynlegt að gefa lífvænlegum fyrirtækjum kost á því að leggjast í híði um tíma. Hann segir það vera mun ódýrari leið en gjaldþrot.

Davíð ritar:

„Þótt það stefni í að Ís­lendingar verði dug­legir að ferðast innan­lands í sumar þá er ljóst að það er langur vegur í að það geti komið í stað tekna af ferða­mönnum. Ekkert annað land á Vestur­löndum er hlut­falls­lega jafn háð ferða­mennsku eins og Ís­land.“

Davíð segir að mun kostnaðarsamara sé að stofna ný fyrirtæki til að taka við af þeim sem gætu farið í þrot í kórónuveirukreppunni en að leyfa sem sem fyrir fyrir eru að lifa af tekjuleysi og fara í gang aftur þegar ástandið verður betra. Ekkert gerist af sjálfu sér í viðskiptum eins og dæmin sanni:

„Það er lítið annað hægt að gera en að gefa þeim fyrir­tækjum, sem eru líf­væn­leg til lengri tíma, kost á því að leggjast í híði. Með því er best tryggt að auð­velt verði að setja í gang aftur og fara í öflugt markaðs­á­tak þegar ferða­lög hefjast í okkar heims­hluta. Dæmin sanna að ef fyrir­tæki fara í þrot þá getur tekið langan tíma að koma sam­bæri­legri starf­semi af stað aftur. Þannig voru arf­takar Wow air t.d. ekki komnir af stað áður en kóróna­kreppan skall á þótt það væri tæpt ár liðið frá gjald­þroti Wow.

Það gerist nefni­lega ekkert af sjálfu sér í við­skiptum. Það þarf að standa vörð um fjár­festingar, hug­vit og önnur verð­mæti svo við getum fengið vor­boðann til að koma hingað, og tekið vel á móti honum, næst þegar færi gefst.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum