fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Boðið upp á diplómanám í rekstrarfræði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. maí 2020 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskólinn í Reykjavík mun bjóða upp á nýjar námsbrautir og fleiri tækifæri fyrir umsækjendur í iðn- og tæknifræðideild í haust. Meðal annars hefst kennsla í rekstrarfræði sem er hagnýtt rekstrar- og viðskiptanám sem er sérstaklega sniðið að einstaklingum á vinnumarkaði. Einnig hefst kennsla á nýrri braut sem ber heitið upplýsingatækni í mannvirkjagerð, auk þess sem þau sem lokið hafa námi í iðnfræði eiga nú möguleika á að fá hluta námsins metinn í nám í tæknifræði við deildina.

,,Nýja námið í rekstrarfræði miðar að því að auka færni þeirra sem vilja koma að rekstri og stjórnun, þeirra sem eru í fyrirtækjarekstri eða hyggjast fara út í rekstur. Diplómanám í rekstrarfræði er stutt og hagnýtt rekstrar- og viðskiptanám, sérstaklega sniðið að einstaklingum á vinnumarkaði. Námið er byggt á gömlum grunni rekstrariðnfræði, sem var aðeins fyrir iðnfræðinga, en hefur nú verið opnað fyrir fleirum en aðeins þeim sem eru með diplómagráðu í iðnfræði,“ segir Hera Grímsdóttir , forseti iðn- og tæknifræðideildar HR.

Að sögn Heru hljóta nemendur í diplómanáminu almenna þekkingu og skilning á undirstöðuatriðum í fjármálum fyrirtækja, hagfræði, fjármálastjórn, rekstrargreiningu, nýsköpun og stofnun fyrirtækja og mannauðsstjórnun. Lögð er megináhersla á að nemendur vinni hagnýt, raunhæf verkefni sem byggja á þekkingu kennara úr atvinnulífinu og auka hæfni nemenda á þessum sviðum. Námið í rekstrarfræði er þrjár annir, og kennt er í fjarnámi með staðarlotum sem gerir nemendum kleift að stunda námið samhliða vinnu.

,,Háskólinn í Reykjavík er einnig að auka tækifærin fyrir umsækjendur í iðn- og tæknifræði með ýmsum öðrum hætti. Við munum bjóða upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði inn í tæknifræðinám til að koma til móts við umsækjendur sem uppfylla ekki formleg inntökuskilyrði. Stöðuprófin eru ætluð fyrir þau sem telja sig hafa nægilegan grunn án þess að hafa lokið tilskyldum framhaldsskólaeiningum og þau sem vilja rifja upp námsefnið og sjá hvar þau standa áður en nám hefst. Fyrstu prófin verða haldin í sumar og nú þegar hefur verið opnað fyrir skráningu í þau. Einnig eru nú ákveðin námskeið í iðnfræði metin inn í nám í tæknifræði við HR. Iðnfræðingar sem hafa útskrifast með lokapróf úr Háskólagrunni geta nú fengið metnar allt að 41 ECTS einingu úr iðnfræði inn í tæknifræði,“ segir Hera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum