fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Segir ríkisstjórnina hafa falið lækni að stýra efnahagsmálum á Íslandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. maí 2020 21:09

Jóhannes Loftsson og þríeykið. Samsett mynd: Vefur Hringbrautar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað á að nýta árangurinn gegn kórónuflensunni til að opna landið strax aftur. Ef það væri gert nú myndi það vekja heimsathygli og laða hingað frelsisþyrsta ferðamenn sem kæmust hvergi annað. Íslendingar þyrftu áfram að sýna ýtrustu aðgát í langan tíma, en ávinningurinn af því að gefa ferðaiðnaðinum tækifæri á að berjast fyrir lífi sínu gæti orðið margfaldur ef hrunið yrði
umflúið,“ segir Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir hann stjórnvöld vera að rústa efnahagslífi þjóðarinnar og segir stefnuna í sóttvarnamálum í viðbragði við COVID-19 vera afleik aldarinnar. Jóhannes segir stefnu Svía, sem hafa látið faraldurinn að miklu leyti flæða yfir landið og stefna að hjarðónæmi, vera réttu leiðina. Kórónuveiran sé enda á pari við inflúensu og dánartíðni um 0,1%.

Jóhannes segir stjórnvöld hafa falið lækni að stýra efnahagsmálum þjóðarinnar, og á þar við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Efnahagspakkarnir séu skammtímaaðgerðir sem feli ekki í sér neina lausn og geri ástandið til framtíðar verra:

„Ríkisstjórn Íslands hefur flúið ábyrgðina sem fylgir því að stjórna og falið lækni efnahagsstjórnina. Fyrir vikið eru allar aðgerðir nú eingöngu líknarmeðferð á sjúklingi sem mun deyja ef hann fær ekki súrefni. Eina leiðin til að bjarga Íslandi frá öðru hruni er að fólk láti í sér heyra og minni stjórnmálamenn á að þeir munu verða dregnir til ábyrgðar fyrir þennan nýja afleik aldarinnar. Sannleikurinn mun koma í ljós. Enn er von um að hægt sé að komast hjá harmleiknum. En til þess að svo verði þarf fólk að rísa upp og sýna viðspyrnu og láta í sér heyra strax, því eftir að sjúklingurinn er dauður verður honum ekki bjargað lengur.“

Björn Bjarnson ósammála frjálshyggjuforingjanum

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og sjálfstæðismaður, gerir grein Jóhannesar að umtalsefni í pistli á vefsíðu sinni. Björn er ekki sammála Jóhannesi. Hann bendir á einfalda staðreynd:

„Það er góðra gjalda vert að opna Ísland sem fyrst. Hvert á hins vegar að fljúga eftir „ferðaþyrstum ferðamönnum“ ef þeir eru allir lokaðir inni í eigin löndum?“

Björn segir Jóhannes vera ósannfærandi í málflutningi sínum og honum þykir sérkennilegt að frjálshyggjuformaðurinn hóti íslenskum ráðamönnum einhvers konar byltingu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður bent á að hömlur á ferðalög til Íslands séu ekki orsakavaldur að hruni ferðaþjónustunnar því önnur lönd séu hvort eð er lokuð og ferðalög liggi niðri í heiminum að mestu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“