Það er öllum ljóst að Ronaldinho, einn besti knattspyrnumaður allra tíma hefur gaman af því að fara út á lífið. Síðustu ár hafa margar fréttir um Ronaldinho á næturlífinu ratað í fréttir.
Árið 2011 var Ronaldinho að ganga í raðir Flamengo frá AC Milan. Þegar samningaviðræður voru í gangi vildi Ronaldinho setja klásúlu í samning sinn.
Hann vildi fá leyfi til þess að fara á næturlífið tvisvar í viku, Flamengo vildi fá stjörnuna heim og samþykkti það.
Bein Sports fjallar um málið en Ronaldinho vildi ekki eiga á hættu að vera refsað fyrir að skvetta úr klaufunum.
Ronaldinho situr í dag í stofufangelsi í Paragvæ eftir að hafa komið til landsins með falsað vegabréf.