fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Heimsóknabann á EIR framlengist til 11. maí hið minnsta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. maí 2020 19:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurleg vonbrigði hellast nú yfir marga aðstandendur heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu EIR eftir að staðfest var í dag að kona sem lá á brota- og endurhæfingardeild heimilisins reyndist smituð af kórónuveirunni. Niðurstöður voru óljósar framan af því við fyrstu sýnatöku greindist vægt smit. Önnur sýnataka reyndist neikvæð en þriðja sýnataka staðfesti að konan væri með COVID-19. Kom þetta fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Öll deildin, þ.e. brota- og endurhæfingadeild, var sett í sóttkví.

Á þriðju hæð byggingarinnar er almenn hjúkrunardeild og þar hefur verið heimsóknabann síðan snemma í mars. Bannið verður framlengt til 11. maí hið minnsta.

Á öðrum hjúkrunarheimilum verða heimsóknir leyfðar að nýju á mánudag en er þá yfirleitt miðað við að íbúi geti aðeins fengið einn gest í heimsókn.

Aðstandandi heimilismanns á EIR fékk símtal frá deildarstjóra hjúkrunarheimilisins í gær þar sem honum var tilkynnt um að búið væri að framlengja heimsóknabannið vegna Covid-19 tilfellis á fjórðu hæðinni. Aðstandandinn varð fyrir miklum vonbrigðum og skrifar um málið í Facebook-hópnum „Verndum veika og aldraða“:

„Ég sem var fullur tilhlökkunar og búinn að panta tíma til að heimsækja ömmu mína, sem er reyndar og kannski sem betur fer á 3. hæðinni. Er auðvitað mjög vonsvikinn og vona að ég eigi eftir að fá tækifæri til að kveðja hana og eiga með henni einhverja stund áður en hún yfirgefur þennan heim.“

Í dag var þó ekki staðfest að heimsóknabannið yrði framlengt þar sem ekki lá ljóst fyrir að konan væri með COVID-19. Það hefur nú hins vegar verið staðfest eins og fyrr segir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga