Enginn greindist smitaður af COVID-19 síðasta sólarhring en alls 867 sýni voru tekin, flest hjá Íslenskri erfðagreiningu. Alls hafa 50.000 sýni verið tekin. Tuttugu batnaði síðasta sólarhring.
Aðeins rúmlega 80 smit eru nú virk í samfélaginu en fóru yfir 1.000 þegar faraldurinn náði hámarki.
Þrír liggja á sjúkrahúsi með sjúkdóminn en enginn á gjörgæslu.
Staðfest smit frá upphafi eru 1798 en 1706 hafa náð sér.
Sjá nánar tölfræði á Covid.is.