fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Þurfum að grípa viðkvæma hópa

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 1. maí 2020 16:43

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum búin að gera þá kröfu á stjórnvöld að þau tryggi af­komu fólks sem var í sjálfskip­ aðri sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma til að fyrirbyggja eigin smit. Það þarf líka að tryggja af­ komu þeirra foreldra sem gátu ekki sinnt fjarvinnu en þurftu að vera heima vegna skerts skólastarfs hjá börnunum. Þetta eru þeir hópar sem við höfum mestar áhyggjur af núna,” segir Sonja Ýr Þorbergs­dóttir, formaður BSRB.

„Þessu til viðbótar höfum við lagt áherslu á að Velferðarvaktin fylgist vel með hópum í viðkvæmri stöðu. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið er verið að grípa alla og við vonumst til þess að það gangi áfram. Það þarf að fylgjast vel með því að það sé gert,” segir hún.

Sumarorlof margra uppurið

Vegna verkfalla áður en samkomu­ bann tók gildi voru margir foreldrar búnir að nýta orlofsdaga sína og jafnvel þegar farnir að taka launa­ laust leyfi til að vera heima með börnum. „Þegar samkomubann hefur staðið yfir eins lengi og raun ber vitni þá er fjögurra vikna sumar­ frí auðvitað farið. Afleiðingarnar af þessu birtast væntanlega ekki fyrr en í sumar en við viljum tryggja að fólk geti farið í sumarfrí með börn­unum sínum. Þá vorum við mjög ánægð með að inn í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafi ratað styrkur til foreldra vegna tómstundastarfs í sumar.”

Sonja segir að eins og margir aðrir hafi BSRB bent á að nú ríki mikið óvissuástand og enginn átti sig á því hversu langvarandi niður­ sveiflan verður eða hver áhrifin verða. „Fyrst og fremst þarf að verja störfin og tryggja afkomu fólks.”

Fagnar áherslu á nýsköpun

Hún tekur einnig undir kröfu margra um að hér þurfi að byggja upp fleiri stórar atvinnugreinar þannig að samfélagið standi ekki og falli með einum geira. „Við fögnuðum því mjög að áhersla á nýsköpun og rannsóknir var hluti af aðgerða­ pakka tvö hjá ríkisstjórninni. Þó að aðstæður nú séu ólíkar aðstæðum í Hruninu 2008 þá getum við lært mikið af reynslunni.”

Það hefur verið fastur liður á 1. maí hjá Sonju að fara í kröfugöng­una í Reykjavík. Hún ætlaði raunar í fyrsta skipti að vera úti á landi í ár og taka þar virkan þátt í baráttu­ deginum.

„BSRB hefur alltaf verið með kaffiboð þannig að þessi dagur verður töluvert öðruvísi í ár. Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég ætla að gera en ég er viss um að ég næ að upplifa þá tilfinningu sem fylgir þessum stórmerkilega degi.”

Viðtalið er hluti af stærri umfjöllum sem birtist í tilefni af 1. maí í nýju helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári