fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Stóri vandinn er skortur á trausti

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 1. maí 2020 21:00

Ragnar Þór Pétursson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða okkar er býsna sérstök og minnir á stöðu Eflingar að því leyti að það er ekki búið að semja við megnið af kennarafélögunum,” segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. „Það er búið að semja við félag framhaldsskólakennara en það var stuttur samningur. Aðrar viðræður eru bara í gangi.”

Mætum hölt til leiks

Hann segir að samningamálin séu á bæði skrýtnum og erfiðum stað. „Það kemur þó kannski ekki á óvart þegar skoðað er hvenær aðrir hafa verið að semja, oft meira en ári eftir að samningar runnu út. Það er óþægilegt til þess að vita að góðæri síðustu ára hafi ekki nýst til að skapa meiri sátt. Hvað kjaramálin varðar mætum við dálítið hölt inn í áfallið sem við erum að mæta núna.“

Ragnar segir að eftir Hrun hafi átt sér stað býsna heiðarlegt samtal þar öll verkalýðshreyfingin kom saman og fylkti sér um ákveðin grundvallaratriði, svo sem að verja stöðu þeirra sem standa verst. „Við ráðfærðum okkur við sérfræðinga annars staðar á Norðurlöndunum um hvernig væri hægt að draga úr fórnarkostnaði og draga úr átökum. Þeir sérfræðingar sem við ræddum við voru sammála um að til að þetta gæti gengið upp þyrfti að vera traust á milli aðila. Það þyrfti að vera traust innan verka lýðshreyfingarinnar, það þyrfti að ríkja traust í garð vinnuveitenda og síðan yrði að ríkja traust í garð stjórnvalda. Ég held því miður að þetta traust hafi aldrei orðið til. Stóri vandinn við íslenskan vinnumarkað og íslenskt samfélag er skortur á trausti. Ég upplifi nú að bæði hjá verkalýðshreyfingunni og hjá stjórnvöldum sé mikið af góðu og vel meinandi fólki en við stöndum á óstöðugum grunni því þetta traust er ekki til staðar.”

Allt samfélagið er undir

Hann er sannfærður um að stjórnvöld séu að gera sitt allra besta í þeirri erfiðu stöðu sem uppi er í samfélaginu. „Forsætisráðherra kallaði okkur öll frá verkalýðs- hreyfingunni á fund og bað okkur að útlista hvað væri mikilvægast að verja. Ef það er einhverju sinni sem Alþingi allt þarf að ná saman um markmið og lausnir þá er það núna. Allt samfélagið er undir og við þurfum að vanda okkur.”

Ragnar segir að 1. maí hafi verið heilagur dagur fyrir honum löngu áður en hann tók virkan þátt í kjarabaráttunni. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri baráttu sem dagurinn snýst um og fyrir þeim sem á undan okkur gengu.”

Viðtalið er hluti af stærri umfjöllum sem birtist í tilefni af 1. maí í nýju helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári