Unglingsstúlka er talin líklegur gerandi í ofbeldismáli í Kópavogi snemma í kvöld þar sem ungum dreng voru veittir áverkar með eggvopni. Í fyrstu var talið að um karlmann væri að ræða en svo er ekki.
Mikill viðbúnaður lögreglu var á svæðinu eftir að ráðist var þar á ungmenni. Notast var við sérdeild lögreglu, sporhunda og þyrlu til að hafa upp á þeim er veittist að drengjunum.S
Unglingsstúlkan hefur verið færð til vistunar á viðeigandi stofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Málið er unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda.