fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Ljós í myrkrinu – Stórauknar útflutningstekjur af fiskeldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 16:18

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 2.739 milljónum króna í mars, samkvæmt tilkynningu frrá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta er fjórði stærsti mánuður frá upphafi hvað varðar útflutningsverðmæti, hvort sem mælt er í krónum eða erlendri mynt. Þetta er um 27% aukning í krónum talið frá mars í fyrra. Aukningin er ívið minni í erlendri mynt út af veikingu krónunnar en engu að síðu myndarleg, eða rúm 17%. Magnaukningin er svipuð, eða tæp 18%.

Sé tekið mið af fyrstu þremur mánuðum ársins er útflutningsverðmæti eldisafurða komið í rúma 8,2 milljarða króna. Það er 26% aukning í krónum talið á milli ára en rúm 21% í erlendri mynt. Þyngst vegur útflutningsverðmæti á eldislaxi en það er komið í rúma 6,4 milljarða króna samanborið við 5,1 milljarð á sama tímabili og í fyrra.

 

Þetta eru góð tíðindi á sama tíma og tekjur af ferðaþjónustu hafa nánast þurrkast út og tekjur af útflutningi á ferskfiski hafa dregist mjög saman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“