fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Leit heldur áfram í Kópavogi – Myndir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 20:47

Frá leitinni. Mynd:Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmennt lögreglulið leitar nú að manni í tengslum við árás á tvö börn í Kópavogi um sexleytið. Sporhundur er notaður við leitina og einnig nýtur lögreglan aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn mun hafa beitt hnífi og er árásin sögð hafa verið fólskuleg.

RÚV skýrði fyrst frá málinu og sagði að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefði verið ráðist á fjórtán ára barn og að árásin hafi verið fólskuleg en barnið sé ekki í lífshættu.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ráðist hafi verið á tvö börn í Örvasölum. Leitað sé að dökkklæddum manni í hettupeysu og með sólgleraugu og grímu. Talið er hugsanlegt að hann hafi farið að Vífilsstaðavatni.

Þeir sem kunna að hafa séð manninn eru beðnir um að hringja í 112.

Hér fyrir neðan eru aðsendar myndir sem sýna lögreglumenn við leit og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“