RÚV skýrði fyrst frá málinu og sagði að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefði verið ráðist á fjórtán ára barn og að árásin hafi verið fólskuleg en barnið sé ekki í lífshættu.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ráðist hafi verið á tvö börn í Örvasölum. Leitað sé að dökkklæddum manni í hettupeysu og með sólgleraugu og grímu. Talið er hugsanlegt að hann hafi farið að Vífilsstaðavatni.
Þeir sem kunna að hafa séð manninn eru beðnir um að hringja í 112.
Hér fyrir neðan eru aðsendar myndir sem sýna lögreglumenn við leit og þyrlu Landhelgisgæslunnar.