Eins og fram kom í kvöld gerði lögreglan mikla leit í Kórahverfi í Kópavogi að hettuklæddum manni sem var sagður hafa ráðist á tvo unglinga og meðal annars beitt hnífi. Leit hefur nú verið hætt að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Í tilkynningunni segir að leitinni hafi verið hætt því málavextir hafi ekki verið með þeim hætti sem fyrst var talið. Lögreglan getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu og þakkar öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina í kvöld.